Á þessu námskeiði er unnið með rekstur og viðhald Ammóníak-kælikerfa. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir aðila sem vinna við rekstur þessara kerfa með það í huga að auka þekkingu á rekstri kerfanna, hvað ber helst að varast, einkenni bilana og helstu ástæður fyrir rekstrarörðugleikum. Fjallað er um fyrirbyggjandi viðhald og helstu þætti sem snúa að áhættu og öryggi í umgengni við kerfin.
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Á þessu námskeiði er nýjasta tækni í örstýringum og gervigreind notuð til að forrita einföld rafeindaverkefni. Þátttakendur læra hvernig gervigreind getur auðveldað kóðagerð sem gerir ferlið aðgengilegt fyrir byrjendur.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00