image description

Upskilling the EU Hospitality Industry with Portable Micro-Credentials

MCEU merkið

Nýlega var gengið frá samningi um þátttöku Iðunnar fræðsluseturs í þróunarverkefninu Upskilling the EU Hospitality Industry with Portable Micro-Credentials. Verkefnið hlaut 900 þúsund evra styrk úr KA2 – Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins og miðar að því að þróa örfræðslu og örgráður (e. micro credentials) í því skyni að styðja við símenntun og viðbótarþjálfun (e. upskilling) starfsmanna í hótel- og veitingageiranum. Verkefnið fellur undir Partnerships for Innovation - Forward-Looking Projects

Verkefnið er til þriggja ára og því er stýrt af UCN (University college Nordjylland) í Danmörku. Þátttakendur í verkefninu eru:

Þess má geta að innan ESB er mikil áhersla lögð á þróun og innleiðingu á örnámskeiða og stafrænum mörkum. Þar á bæ er sá skilningur ríkjandi að örfræðsla sem studd er öruggri vottun með stafrænum viðurkenningum geri fræðslu aðgengilegri og fólki einfaldara um vik að afla sér nauðsynlegrar færni og hæfni fyrir þátttöku á vinnumarkaði sem er í stöðugri þróun. Þessi fræðsluleið kemur ekki í stað hefðbundinnar menntunar heldur er um að ræða hreina viðbótarþjálfun sem er til þess gerð að mæta bæði óskum einstaklinga og kröfum vinnumarkaðarins.

 

The MCEU project is funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor the granting authority can be held responsible for them.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband