Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt þegar kemur að viðgerðum í tengslum við háspennubúnað raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á virkni háspennukerfisins í tengslum við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla.(ekki í lifandi spennu) Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með verklegu prófi.
Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.
Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00