Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

Öryggisskynjarar bifreiða (ADAS)

Farið verður yfir það hvaða öryggiskerfi eru komin í bílana sem á ensku kallast ADAS kerfi (Advanced driving assistance systems) og hvað þurfi að huga að þegar átt er við þá skynjara sem tilheyra þeim svo sem myndavélum og rödurum.

Loftræsing íbúðarhúsnæðis

Þetta námskeið er fyrir aðila sem að koma útfærslu og uppsetningu á loftræsikerfum í byggingum. Í námskeiðinu verður sett áhersla á loftræsingu íbúðarhúsnæðis. Farið verður yfir mismunandi gerðir loftræsilausna, mikilvægi loftræsingar, loftgæði, orkunotkun, reglugerðarkröfur og mismunandi möguleika við stýringu. Skoðum sérstaklega úrfærslur á loftskiptakerfum í nýju íbúðarhúsnæði. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir.

Hjólastilling

Farið yfir hjólhorn og stýris- fjöðrunar- og hjólabúnað ökutækja. Gerðar verklegar æfingar í mati á stýris- og hjólabúnaði og stillingum hjólhorna. Skoðað verður mikilvægi hjólastillingar þegar kemur að kvörðunar ADAS búnaðar.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Brögð og brellur í Microsoft ToDo

Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.

Hagnýt ráð í Outlook

Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.

Nýtt

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband