Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Heit vinna fer fram þar sem unnið er með opinn eld eða verkfæri sem gefa frá sér neista. Þar má helst nefna logsuðu, rafsuðu, slípirokka, bræðslu málma o.fl. Fjallað verður um áhættumat við „heita vinnu“. Hvenær ætti að gefa út vinnuleyfi og hver gefur það út. Að lokum er fjallað um brunavarnir og slökkvitæki.
Hvað þarf að hafa í huga við klippingu myndskeiða og hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í huga við vinnslu þeirra? Á þessu námskeið verður farið í hefðbundið vinnuferli í Adobe Premiere frá klippingu til eftirvinnslu og frágangs undir leiðsögn fagmanns með góða reynslu af slíkri vinnu. Allir þátttakendur fá aðgang að vefnámskeiði sem kennir grunnatriðin í Premiere áður en vinnusmiðjan hefst.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00