Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Körfukranar og spjót

Þetta námskeið veitir réttindi á körfukrana og spjót, sem notuð eru í byggingairðnaði. Markmið þess er að kenna notkun og meðferð þessara tækja á öruggan hátt. Hér er í boði þekking á helstu gerðum þessara tækja ásamt stjórnun og öryggi við notkun þeirra. Einnig er farið yfir vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Að lokinni verklegri þjálfun og verklegu prófi fá þátttakendur full réttindi til að stýra tækjunum.

Proclima gluggaþéttingar, raka- vind- og vatnsvarnarlög

Þetta námskeið er fyrir fagmenn í byggingariðnaði sem vilja kynna sér nýjustu lausnir Proclima við þéttingu glugga og frágang raka- vind- og vatnsvarnarlaga. Christoph Böhringer umsjónamaður gæðaprófana og tæknistjóri hjá Proclima í Þýskalandi mun kynna fyrir þátttakendum allt það nýjasta sem í boði er í þéttiefnum frá þeim. Á námskeiðinu verða tekin fyrir flest þau efni sem Proclima býður uppá ásamt því að kennt verður rétta handbragðið við lagningu þéttiefnanna. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Redder ehf og er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu.

KIA - NIRO ev - þjónusturáðgjafar/sölumenn kl.9

Kynning á nýja NIRO ev rafmagnsbílnum

+ Fleiri námskeið

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband