Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D, farþegaflutningar í atvinnuskyni og í flokki C1 og C, vöruflutningar í atvinnuskyni, skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.
Farið yfir hjólhorn og stýris- fjöðrunar- og hjólabúnað ökutækja. Gerðar verklegar æfingar í mati á stýris- og hjólabúnaði og stillingum hjólhorna. Skoðað verður mikilvægi hjólastillingar þegar kemur að kvörðunar ADAS búnaðar.
Þetta er námskeið fyrir húsasmiði sem vinna við nýsmíði og endurnýjun á þökum. Markmið þess er að kenna þátttakendum hvernig ganga eigi frá þökum þannig að þau fúni ekki eða skemmist af völdum myglusvepps. Farið er í helstu orsakir skemmda af völdum raka og hvernig best sé að ganga frá loftun. Fjallað er um loftunarleiðir og frágang klæðninga og rakavarnar.
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00