Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Stórar vinnuvélar

Þetta námskeið er fyrir þau sem þurfa réttindi á stærri vinnuvélar. Það er grunnnámskeið sem gefur rétt til æfinga og próftöku á allar stærri vinnuvélar. Til þess að fá réttindi til þess að stjórna vinnuvél þarf viðkomandi að vera orðinn 17 ára. Einnig þarf almenn ökuréttindi (B réttindi) til að mega stjórna vinnnuvél utan lokaðra svæða. Á námskeiðinu er farið yfir réttindi og skyldur, öryggisreglur og öryggisbúnað, notkun helstu vinnuvéla, vélfræði, vökvafræði o.fl. Námið er 80 kennslustundir og er kennt í fjarnámi hjá Vinnuvélaskólanum. Þátttakendur skrá sig á heimasíðu skólans og greiða fullt námskeiðsgjald. Þeir sem eru aðilar að IÐUNNI eiga rétt á 75% endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi. Þeir skulu senda kvittun fyrir námskeiðsgjaldinu á idan@idan.is ásamt bankaupplýsingum og kennitölu. Hér er slóð á heimasíðu Vinnuvélaskólans: https://www.vinnuvelaskolinn.is/

Nýtt

Áhrifarík sala á prenti

Það er að mörgu að hyggja þegar prentverk er selt. Mikilvægt er að nota öll þau tæki sem í boði eru til að ná árangri. Til dæmis hið talaða orð, virk hlustun. Samskipti við viðskiptavini og hvernig á að loka sölu. Einnig verða skoðaðar aðferðir sem hjálpa til við sölu.

Lean fyrir verkstæði - Reykjanesbær

Vilt þú læra hvernig auka má framleiðni og um leið bæta þjónustuna á verkstæðinu? Þá gæti námskeiðið „Lean fyrir verkstæði“ verið svarið fyrir þig.

+ Fleiri námskeið

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband