Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Að loknu þessu námskeiði þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar ásamt framleiðslu- og flutningsferlum raforku, helstu öryggisatriði varðandi rafleiðara og muninn á milli jafnstraums og riðstraums, einfasa og þriggja fasa rafmagns, lekaliða og öryggja. Einnig verður farið í segulliða, spenna og afriðla, undirstöðuatriði í virkni iðntölva (PLC) og rafmagnsteikningar. Með þessa þekkingu að vopni geturðu notað fjölsviðsmæli (AVO), mælt spennu og einangrað leiðara með því að slá út í töflu og læsa öryggjum til að einangra vélar fyrir viðgerðir og áttar þig á fyrirkomulagi íhluta í rofa- og tengiskápum. Einnig muntu geta, gert við framlengingarsnúrur, ljósahunda, fjöltengi og sinnt rafgeymum, lesið kraft- og stýrirásateikninga og forritað einfaldar iðntölvur (PLC).
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00
Vatnagarðar 20 104 Reykjavík Netfang: idan@idan.is Kennitala: 551203 2980