Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

IMI Rafbílanámskeið þrep 3 - Vinna og viðgerðir á háspennukerfi raf og tvinn bíla

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt þegar kemur að viðgerðum í tengslum við háspennubúnað raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á virkni háspennukerfisins í tengslum við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla.(ekki í lifandi spennu) Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með verklegu prófi.

Vinnuvélar – frumnámskeið á pólsku

Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA

Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Brögð og brellur í Microsoft ToDo

Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.

Hagnýt ráð í Outlook

Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.

Nýtt

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.

+ Fleiri námskeið

Námskeið um gervigreind opin öllum

Element of AI er fræðsluverkefni og röð vefnámskeiða um þróun og möguleika gervigreindar sem eru opin öllum og eru ókeypis. Fræðslan er þróuð af MinnaLearn og háskólanum í Helsinki og markmiðið er að fá sem flesta til að kynna sér gervigreind. Námskeiðið er hýst af íslenskum stjórnvöldum og við hvetjum félagsfólk Iðunnar til að sækja námskeiðið. „Ný iðnbylting er hafin og gervigreind hefur sífellt meiri áhrif á líf okkar og störf,“ minnir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í kynningu á námskeiðunum.
Mynd -

Fróðleikur

Fréttir

Iðan hlýtur styrk úr Aski

Iðan fræðslusetur hlaut í dag styrk úr Aski mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir verkefnið Loftþéttleikapróf bygginga.
Fréttir

Boðar sókn í starfsnámi á Íslandi

Færniþörf á vinnumarkaði var umfjöllunarefni á Menntadegi atvinnulífsins í ár sem fór fram í Hörpu í dag.
Hlaðvörp

Íslensk bókahönnun í vexti

Fallegustu bækur heims er líklegast að finna á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um þessar mundir.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband