Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Raki og mygla í húsum 1

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.

Gervigreind og gerð skipana í ChatGPT

Kynning á spjallmennum og gervigreind og hvernig á að búa til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina. Farið verður í möguleika á að nota ChatGPT á íslensku, hvernig á að skrifa góðan og nákvæman texta og helstu atriði sem ber að varast.

Röraverkpallar

Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á þriðja og síðasta hluta þess sem er verklegur í staðnámi.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Brögð og brellur í Microsoft ToDo

Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.

Hagnýt ráð í Outlook

Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.

Nýtt

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Eitt og annað um gervigreind

Fræðslumolar

Textavinna með gervigreind

Hér verður sýnt hvernig þú getur á einfaldan hátt stytt texta með aðstoð ChatGPT
Fræðslumolar

Einföld viðskiptaáætlun með aðstoð ChatGPT

Viltu skrifa vandaða viðskiptaáætlun? Fáðu ChatGPT til að hjálpa þér.
Fræðslumolar

Skipuleggðu ferðalagið með aðstoð ChatGPT

Í þessu myndskeiði verður sýnt hvernig þú getur nýtt ChatGPT gervigreindarspjallið til þess að skipuleggja ferðalagið þitt.
Fræðslumolar

Inngangur að gervigreind með ChatGPT

Iðan fræðslusetur hefur tekið höndum saman með Ólafi Kristjánssyni, tölvusnillingi með meiru, og sett saman fimm fræðslumola um...
Hlaðvörp

Gervigreind metur ástand búnaðar

Fyrirtækið HD er farið að nota gervigreind til að meta ástand á búnaði.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband