image description

Iðan í hnotskurn

Iðan er fræðslusetur í iðnaði og sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun enda er það þýðingarmikið hlutverk að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. 

.: Námskeið 

Fjölbreytt námskeið fyrir fagfólk í iðnaði. 

Iðan býður upp á fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og fullbúna kennsluaðstöðu. Fjarnám er til staðar þar sem það er mögulegt og vefnámskeið. Einnig eru í boði sérsniðin fyrirtækjanámskeið sem haldin eru á vettvangi. Kynntu þér námskeiðsframboðið á www.idan.is

Verkleg námskeið | fjarnámskeið | fyrirtækjanámskeið | vefnámskeið | réttindanámskeið.

.: Fróðleikur 

Hnitmiðaður fróðleikur á vefnum þegar þér hentar.

Iðan heldur úti hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði sem er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum, s.s. Soundcloud, Spotify og Apple. Iðaner einnig með öfluga rás á YouTube (þar sem reglulega er birt nýtt fræðsluefni. Skoðaðu www.youtube.com/idanfraedslusetur.

Iðan á Youtube | hlaðvarpið Augnablik í iðnaði | ráðstefnur og viðburðir.

.: Ráðgjöf 

Markviss ráðgjöf og stuðningur til fyrirtækja og einstaklinga.

Hjá Iðunni starfa náms- og starfsráðgjafar sem sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat, náms- og starfsval og framkvæmd áhugasviðskannana. Hægt er að bóka viðtal við náms- og starfsráðgjafa í síma 590-6400 eða með pósti á radgjof@idan.is.

Raunfærnimat | náms- og starfsráðgjöf | námsúrræði | áhugasviðskannanir

.: Þjónusta

Margvísleg þjónusta við iðnfyrirtæki og starfsmenn þeirra.

Iðan sinnir fjölbreyttum verkefnum eins og mati og viðurkenningu á erlendu námi og greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækja. Einnig sér Iðan um framkvæmd sveinsprófa í fjölmörgum greinum.

Mat og viðurkenning á erlendu námi | greining á fræðsluþörfum, Erasmus+ nemaskipti | framkvæmd sveinsprófa

.: Þróun og nýsköpun

Iðan fræðslusetur er í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir um þróun og nýsköpun innan iðnaðarins, til að mynda þegar kemur að námsefnis, nýjum kennsluaðferðum og tækifærum til fræðslu- og þjálfunar erlendis. Rík áhersla hefur verið lögð á erlend samvinnuverkefni með það að markmiði að styðja við fagfólk og iðnnema til að sækja sér þekkingu og deila reynslu sinni í löggiltum iðngreinum. Í flestum tilfellum eru námsferðir og samvinnuverkefni styrkt af Erasmus+, EEA - Grants og Norrænu ráðherranefndinni.

.: Styrkir

Fræðslustyrkir til fyrirtækja og einstaklinga.

Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til Iðunnar og eru í skilum eiga rétt á að sækja um fræðslustyrki vegna náms og fræðslu starfsmanna.

Áttin.is | fræðslustjóri að láni | ferðastyrkir vegna námskeiða.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband