image description

Matvæla- og veitingagreinar

Markmið Iðunnar fyrir matvæla- og veitingagreina er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í hótel- og matvælagreinum sem auki gæði og framleiðni og leiði til betri samkeppnisstöðu fyrirtækja og bættra lífskjara.

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði við bæði patégerð og að grafa kjöt. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að framleiðslunni, t.d. val og snyrting hráefna, val á kryddum og vinnsluaðferða. Innifalið í námskeiðinu er það hráefni sem snýr að hverjum þætti námskeiðsins. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna innsýn í mismunandi vinnsluþætti kjötvara. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Lengd

...

Kennari

Rúnar Ingi Guðjónsson

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

42.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.900 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Við munum fara yfir nokkrar uppskriftir sem við gerum saman, áherslan á þessu námskeiði er í kringum Miðjarðarhafið frá Marokkó og hringinn til Spánar. Mikil áhersla á léttan, bragðsterkann og litríkan mat sem gleður auga, nef og bragðlauka. Það fyrsta og mikilvægasta er að umgangast og hugsa vegan mat sem bara hvern annan mat, bragðlega, útlitslega, næringarlega og gera þetta eins skemmtilegt og spennandi og hægt er. Ræðum prótein í vegan matargerð og notkun gervikjöts úr jurtaafurðum, kosti þess og galla. Förum létt í mæringsrfræði og helstu tísku bylgjur í vegan mataræði og einmitt smá í mismunandi ástæður þess að fólk gerist vegan. Snertum einnig aðeins á kolefnisspori matar í því samhengi og umhverfisáhrifum þess að bjóða upp á góða vegan kosti. ​Ágúst hefur margra ára reynslu af matreiðslu Vegan fæðis fyrir mötuneyti og sem kokkur hjá Hjallastefnunni, SATT og yfirkokkur HaPP. Ágúst kom einnig að gerð Kolefnisreiknissins Matarspor hjá EFLU og gerðist þá sjálfur Vegan í eitt ár.

Lengd

...

Kennari

Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef)

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

26.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.900 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Markmið námskeiðsins er að koma til móts við kröfuna um fjölbreytt, girnilegt og gómsætt grænmetisfæði í mötuneytum og stóreldhúsum. Námskeiðið er í formi sýnikennslu og smakks. Fjölbreyttir réttir verða eldaðir, sýnd handtök og mismunandi leiðir til að nýta hráefni sem best og draga úr sóun. Veglegt uppskriftahefti fylgir með námskeiðinu. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum.

Lengd

...

Kennari

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

11.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Kunnátta í því að elda fyrir fjölbreytta hópa fólks með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og óþols verður sífellt mikilvægari. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga í stóreldhúsi þegar eldað er fyrir hópa af fólki sem eru með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og/eða óþols. Hvaða hráefni hægt að nota í staðinn fyrir ofnæmisvalda? Hvernig er hægt að skipuleggja framleiðsluna til að einfalda ferlið? Á námskeiðinu er frætt um helstu ofnæmisvalda og eldaðir algengir réttir á matseðlum en þeir eldaðir með öðruvísi hráefni. Til dæmis glúten, mjólkur -og eggjalausir. Á námskeiðinu verður sýnikennsla og smakk og gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda.

Lengd

...

Kennari

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

11.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Nýtt

Kennari er Dagný Hermannsdóttir súrkálsdrottning og framleiðandi Súrkáls fyrir sælkera. Þriggja tima verklegt námskeið með súrkals smökkun Hvað er innifalið? - smakk af alls kyns súrkáli og meðlæti - bæklingur um súrkálsgerð - tvær krukkur með smelluloki og fargi - grænmeti í þessar krukkur - verkleg kennsla og fyrirlestur Á þessu námskeiði búa allir til tvenns konar súrkál og taka með heim. Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og verklegrar kennslu. Þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman undirstöðuatriði auk nokkurra uppskrifta. Einnig verður boðið upp á smakk af alls kyns sýrðu grænmeti Bók Dagnýjar ,,Súrkál fyrir sælkera" verður til sölu á góðu verði.

Lengd

...

Kennari

Dagný Hermannsdóttir

Staðsetning

Stórhöfði 31

Fullt verð:

10.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

2.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband