image description

Fyrirtækjastyrkir Iðunnar

Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til Iðunnar og eru í skilum eiga rétt á að sækja um fræðslustyrki vegna náms og fræðslu starfsmanna. Fái fyrirtæki styrk eru ekki veittir einstaklingsstyrkir hjá því fyrirtæki fyrir sama námskeið.

Ég óska eftir ráðgjöf

Upphæð styrkja

Að jafnaði styrkir Iðan 50% af kostnaði við fræðsluaðila vegna kennslu. Áskilinn er réttur til lægra hlutfalls styrks ef reikningur fræðsluaðila þykir óeðlilega hár í samanburði við kostnað hjá sambærilegum fræðsluaðilum eða ef verkefnin eru ekki eingöngu bein fræðsla eða þjálfun. Ekki er veittur styrkur vegna ferðakostnaðar, salarleigu eða veitinga. Virðisaukaskattur fræðsluaðila, þar sem hann er reiknaður, er undanskilinn í útreikningum.

Hámarks upphæð styrkja

Styrkur til fyrirtækis getur orðið að hámarki 20% af greiddum iðgjöldum til Iðunnar á s.l. almanaksári. Styrkurinn skal þó ekki vera hærri en sem nemur 50% fræðslukostnaðar.

Umsókn og fylgigögn

Umsókn er rafræn og sótt skal um á attin.is. Ef ekki er búið að halda námskeiðið þarf að fylgja tilboð fræðsluaðila með upplýsingum um fræðsluna og áætlaðan markhóp (þ.e. hvaða starfsgreinar) innan fyrirtækisins. Þegar sótt er um námskeið, sem hefur verið haldið, þarf að fylgja afrit af reikningi fræðsluaðila ásamt lista yfir þátttakendur með nöfnum, kennitölum og stéttarfélagsaðild. Reikningur fræðsluaðila þarf að vera stílaður á kennitölu fyrirtækisins.

Áttin

Fyrirtæki geta sótt um styrk til Iðunnar ein og sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki, fræðsluaðila og/eða stéttarfélög sem aðild eiga að Iðunni, í gegnum vefinn attin.is

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband