Sveinspróf í bíliðngreinum
Sveinspróf í bílgreinum eru haldin a.m.k. einu sinni ári ef næg þátttaka næst. Sveinsprófsnefnd ákveður prófdaga og próftökustað. Sveinspróf í bifvélavirkjun verður haldið í febrúar/mars 2023 og í bílamálun og bifreiðasmíði í maí/júní 2023
Dagsetningar verða birtar hér við hverja iðngrein þegar þær liggja fyrir
Sveinspróf í bílamálun verður haldið í maí/júní. Nánari dagsetning birt hér síðar. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2023
Umsækjandi þarf að framvísa staðfestum námssamningi, skila inn burtfararskírteini eða staðfestingu frá skóla um að hann ljúki námi á yfirstandandi önn og muni fá útgefið burtfararskírteini. Lífeyrissjóðsyfirlit, til staðfestingar á vinnustaðanámi, þarf að fylgja umsókn.
Þegar umsóknarfrestur er liðinn fær umsækjandi bréf með upplýsingum um prófstað, dagsetningu, leyfis- og efnisgjald þar sem það á við.
Sveinsprófsnefnd í bílamálun
Nafn | Staða |
---|---|
Atli Már Jónsson | aðalmaður |
Árdís Ösp Pétursdóttir | aðalmaður |
Erlendur Traustason | Formaður |
Halldór Örn Guðmundsson | varamaður |
Kristján Albertsson | varamaður |
Smári Helgason | Varamaður |
Umsækjandi þarf að framvísa staðfestum námssamningi, skila inn burtfararskírteini eða staðfestingu frá skóla um að hann ljúki námi á yfirstandandi önn og muni fá útgefið burtfararskírteini. Lífeyrissjóðsyfirlit, til staðfestingar á vinnustaðanámi, þarf að fylgja umsókn.
Þegar umsóknarfrestur er liðinn fær umsækjandi bréf með upplýsingum um prófstað, dagsetningu, leyfis- og efnisgjald þar sem það á við.
Sveinsprófsnefnd í bifreiðasmíði
Nafn | Staða |
---|---|
Davíð Örn Guðmundsson | Varamaður |
Erlendur Hjartarson | |
Friðrik Helgi Friðriksson | Varamaður |
Gísli Árnason | |
Gunnlaugur Jónsson | Formaður |
Sigurjón Ólafsson | Varamaður |
Sveinspróf í bifvélavirkjun verður haldið í september. Umsóknarfrestur er til 1.júlí
Umsækjandi þarf að framvísa staðfestum námssamningi eða staðfestingu á að ferilbók sé lokið, skila inn burtfararskírteini eða staðfestingu frá skóla um að hann ljúki námi á yfirstandandi önn og muni fá útgefið burtfararskírteini. Lífeyrissjóðsyfirlit, til staðfestingar á vinnustaðanámi, þarf að fylgja umsókn.
Þegar umsóknarfrestur er liðinn fær umsækjandi bréf með upplýsingum um prófstað, dagsetningu, leyfis- og efnisgjald þar sem það á við.
Sveinsprófsnefnd í bifvélavirkjun
Frá 1. janúar 2019 til 1.mars 2023 er sveinsprófsnefnd í bifvélavirkjun skipuð eftirtöldum aðilum:
Nafn | Staða |
---|---|
Halldór Ingvar Hauksson | varamaður |
Hermann Halldórsson | formaður |
Jakob Bergvin Bjarnason | varamaður |
Ólafur Stefánsson | |
Stefanía Gunnarsdóttir | |
Sævar Sigtryggsson | varamaður |
Allar frekari upplýsingar um sveinspróf í bíliðngreinum veitir Helga Björg í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á helga(hjá)idan.is.