image description

DEVELOPMENT OF VOCATIONAL EDUCATION AIMING AT SOCIAL INCLUSION – POLISH-SCANDINAVIAN EXCHANGE OF EXPERIENCE AND GOOD PRACTICE

 

Project: „DEVELOPMENT OF VOCATIONAL EDUCATION AIMING AT SOCIAL INCLUSION – POLISH-SCANDINAVIAN EXCHANGE OF EXPERIENCE AND GOOD PRACTICE”

EOG/19/K3/0023

was prepared by Municipality of the City of Toruń and implemented in cooperation with Fitjar vidaregåande skule in Norway and Iðan Education Centre in Iceland.

The main objective of the project was to raise the professional and language competences of 50 representatives of management staff and teachers of Toruń and Scandinavian VET institutions in the field of dual vocational education methodology with the use of ICT through participation in training mobility to partner institutions in Norway, Iceland and Poland over a period of 12 months. Within the framework of the project, 2 project meetings and 3 training meetings of management staff and teachers of VET schools from partner countries were implemented. The result of the project is the publication of a guide to good practices in inclusive education.

Specific objectives of the project:

• getting to know VET systems in Poland, Norway and Iceland, in view of the changing needs of the economy and society, including dual edu., cooperation with employers, promotion of VET, etc.

• learning and comparing the offer of VET, teaching programmes, system of external exams, methods, didactic base and the use of ICT adapted to the needs of the labour market

• development of inclusive edu., strengthening of entrepreneurship and creativity of VET students, including the disabled, maladjusted companies and those threatened by maladjustment

• improvement of professional competences of management and teachers working in the VET.

Project start date: September 1, 2021 Project end date: August 31, 2022 Total value of the project: EUR 99,040.00

 

Iðan fræðslusetur tók þátt í alþjóðlegu verkefni sem bar heitið Þróun iðnnáms sem stuðlar að félagslegri inngildingu– pólsk-skandinavísk skipti á reynslu og góðum vinnubrögðum (Development of vocational education aiming at social inclusion – Polish-Scandinavian exchange of experience and good practice). Verkefnið var styrkt af EEA Grants sem eru styrkir fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Markmið þeirra eru að stuðla að jafnari Evrópu, bæði félagslega og efnahagslega og að efla tengsl Íslands, Liechtenstein og Noregs og 15 styrkþegaríkja í Evrópu. 

Verkefnavinnan hófst í Toruń í Póllandi í lok október, þar var samningur sveitarfélagsins Toruń í Póllandi, Iðunnar fræðsluseturs og Fitjar vidaregåande skule í Noregi undirritaður. Verkefnið stóð til ágúst 2022, og á meðan á því stóð vorum við með röð þriggja vinnusmiðja sem fóru fram í Fitjum, Reykjavík og Toruń.

Skiljum betur pólska menntakerfið

Meginmarkmið verkefnisins var að bæta faglega hæfni og tungumálakunnáttu þátttakenda og koma á fót samstarfi sem miðar að því að bæta gæði iðnmenntunar. Tilgangur okkar með verkefninu var að kynnast menntakerfi og atvinnulífinu í Póllandi og Noregi og byggja upp tengsl. Þessi samvinna hjálpaði okkur við að skilja betur pólska og norska menntakerfið og þar af leiðandi veita okkar félagsmönnum og fyrirtækjum betri þjónustu.

Til fróðleiks: Toruń er í norðurhluta Póllands við ána Vistula, um 170 km suður af Gdańsk. Þetta er ein af elstu borgum Póllands og er á heimsminjaskrá UNESCO. Toruń er mest þekkt sem upprunaborg piparkökunnar og stjörnufræðingsins Nicolaus Copernicus.

 

Nánar um verkefnið

Tímalengd verkefnisins: 1. september 2021 til 31. ágúst 2022. Heildarverðmæti þess er: 99.040 evrur. 

                                                                                

 

Að verkefninu komu einnig fulltrúar stjórnenda og kennarar í verknámsgreinum frá 7 verknámsskólum í Toruń:                                                                          

 • Tækniskóli í Toruń
 • Hagfræðiskólinn í Tor
 • Bifreiðaskóli í Toruń
 • Matargerðar- og hótelskóli í Toruń
 • Tækniskóli nr. 13 í Toruń
 • Véla-, rafmagns- og rafeindaskóli í Toruń
 • Símenntunarmiðstöð í Toruń

Meginmarkmið verkefnisins var að bæta faglega hæfni 50 fulltrúa stjórnenda og kennara frá Toruń og starfsfólks skandinavískra starfsmenntunarmiðstöðva á sviði samningsbundins iðn-og starfsnáms (tvíþætt námskerfi vinnustaðar og skóla). Markmiðið var að efla samskipti og skiptast á reynslu í gegnum upplýsingatækni og námsheimsóknir. Verkefnið tók 12 mánuði. Haldnir voru 2 verkefnafundir og 3 vinnustofur fyrir stjórnendur og kennara iðnskóla frá samstarfslöndum. Afrakstur verkefnisins verður útgáfa leiðarvísis um góða starfshætti fyrir starfsmenntun án aðgreiningar.

Nákvæm markmið verkefnisins voru:

 • að kynnast kerfum starfsmenntunar í Póllandi, Noregi og á Íslandi, í ljósi breyttra efnahagslegra og félagslegra þarfa, þ.m.t. dual vocational training (nám í skóla og á vinnustað), samstarf við vinnuveitendur og kynning á starfsmenntun
 • kynna sér og bera saman verknámsframboð, námskrár og prófakerfi, kennsluhætti, námskerfi og notkun upplýsinga- og samskiptatækni sem er aðlöguð þörfum vinnumarkaðarins
 • þróun menntunar án aðgreiningar, efling frumkvöðlastarfs og sköpunarkrafta nemenda í iðnskóla, þar með talið fatlaðra, illa settra félagslega eða í áhættuhóp
 • að bæta faglega hæfni stjórnenda og kennara sem starfa við starfsmenntun

 

Skipulag:

27. – 28.10.2021 Stofnverkefnisfundur í Toruń

08.03.2022 – 10.03.2022 / Námsheimsókn í Fitjar vidaregåande skule í Noregi

30.03.2022 – 01.04.2022 / Námsheimsókn í Iðunni fræðslusetri í Reykjavík

18.05.2022 – 20.05.2022 / Námsheimsókn í Fitjar vidaregåande skule í Noregi

24.08.2022 -25.08.2022 / Samantektarfundur og formleg lok verkefnisins í Toruń 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband