image description

Prent- og miðlunargreinar

Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.

Kynning á spjallmennum og gervigreind og hvernig á að búa til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina. Farið verður í möguleika á að nota ChatGPT á íslensku, hvernig á að skrifa góðan og nákvæman texta og helstu atriði sem ber að varast.

Lengd

...

Kennari

Róbert Viðar Bjarnason

Staðsetning

Stórhöfði 27, Reykjavík

Fullt verð:

18.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Grunnatriði og þróun í umbroti og ritstjórn prentaðra tímarita og dagblaða. Farið verður í gerð ritstjórnarstefnu, efnisgerð, myndanotkun, hönnun og uppsetningu, pappírsval, prentun, dreifingu, markaðskostnað og fjármögnun. Einnig verða skoðaðar nýjungar og tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum og hvernig efni er framleitt og nýtt í ólíkum miðlum. Kennari er Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og tímarita útgefandi, auk gestakennara. Jón Ingi Stefánsson yfirhönnuður hjá Heimildinni og Sigurður Ármannsson grafískan hönnuð verða á meðal gestakennara. Kennslan byggist á fyrirlestrum og verkefnum. Þátttakendur setja upp sitt eigið tímarit, undirbúa prentgrip til prentunar og heimsækja prentsmiðju. Félagsfólk Blaðamannafélags Íslands fær námskeiðið niðurgreitt um 70% af sínu félagi rétt eins og félagsfólk Iðunnar.

Lengd

...

Kennari

Guðbjörg Gissurardóttir

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

66.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hönnuðir þurfa að skila prentskjölum sem prenthæfum pdf eða Illustrator skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í það hvað fullbúið skjal til prentunar er.

Lengd

...

Kennari

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir

Staðsetning

Fjarnámskeið í Teams

Fullt verð:

5.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig verður farið í möguleika annarra forrita, svo sem Figma og hvernig nýta má það í gerð hreyfihönnunar t.a.m. vefborða.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband