image description

Prent- og miðlunargreinar

Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.

Nýtt

Fallegt og spennandi umbrot gleður og vekur áhuga. Birna Geirfinnsdóttir fer yfir kjarnann í hugmyndum Jost Hochuli sem fella mætti undir hugtakið fínleturfræði. Fínleturfræði fæst við grunneiningar umbrots, bókstafi, stafabil, orð, oðabil, línur, línubil og dálka.

Lengd

...

Kennari

Birna Geirfinnsdóttir

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

3.990 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.200 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hönnuðir þurfa að skila prentgögnum sem prenthæfum PDF-skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu. Á þessu námskeiði er farið í gegnum atriði til að nálgast á endanum fullbúið skjal til prentunar. Algeng mistök í skilum á prentefni og hvernig má koma í veg fyrir þau. Þá er í hverjum þætti námskeiðsins farið yfir góð samskipti við viðskiptavini. Tveir sérfræðingar koma að námskeiðinu, allir með sérþekkingu á sínu sviði þegar kemur að frágangi prentgagna enda eru áherslur misjafnar eftir því um hvers konar prentgrip er að ræða. Farið verður í eftirfarandi þætti: Undirbúningur á prentverki og skoðun gagna. Grunnatriðin. Áhersluatriði við frágang á umbúðum til prentunar. Litir mynda, áhrif pappírs á liti, upplausn mynda, litablöndur, lakk og sérlitir. Skilgreiningar á stansateikningum, upphleypingum, lökkun og fleira. Lokaskoðun prentgagna. Hvað þarf að hafa í huga? Er verkið í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Hvernig á að hátta samskiptum við viðskiptavini til að byggja upp traust og tryggja farsæla framleiðslu.

Lengd

...

Kennari

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

2.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig verður farið í möguleika annarra forrita, svo sem Figma og hvernig má nýta það í gerð hreyfihönnunar t.a.m. vefborða.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Grunnatriði og þróun í umbroti og ritstjórn rafrænna tímarita. Möguleikar og nýjungar í uppsetningu rafrænna tímarita á alþjóðavísu. Hvaða hugbúnaður er vinsæll. Farið yfir grunnatriði í vönduðum vinnubrögðum sem einkenna ritstjórn tímarita. Þátttakendur setja upp eigið veftímarit og kennslan byggist á æfingum og verkefnum. Kennari er Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og útgefandi, auk gestakennara.

Lengd

...

Kennari

Guðbjörg Gissurardóttir

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

56.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Gerð þrívíddar-hreyfimynda með After Effects og Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

52.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.600 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband