image description

Prentstillingar

Nýjar PDF- og litstillingar fyrir prentun á Íslandi eru komnar í dreifingu. Þær eru auðkenndar með ártalinu 2019. Þetta er fjórða útgáfan af þessum stillingum sem er gefin út frá því að almennt var farið að nota PDF sem lokaskjal í vinnslu fyrir prentun árið 2009.

Smelltu hér til að sækja skrárnar og ítarlegar leiðbeiningar.

Stillingunum er breytt af og til svo þær fylgi tækniþróun og nýjum forritum.

Hvaðan koma stillingarnar?

Prófun og gerð þessara stillinga er studd af Samtökum iðnaðarins með milligöngu IÐUNNAR. Vonast er til þess að prentgripahönnuðir og prentsmiðjur komi þessum stillingum í notkun sem fyrst.

Teymi, frá prentsmiðjum og hönnunarstofum, sem kallað er Móri (Moiré) hefur séð um mótun og prófun þessara stillinga.

PDF stillingar fyrir prentun á Íslandi

PDF stillingarnar sem koma út núna heita:

  • SI_PDF_Prentun_2019.joboptions og
  • SI_PDF_Prentun_NoBleed_2019.joboptions

Breytingar í 2019 PDF-stillingunum

Meðal helstu breytinga í 2019 PDF stillingunum frá síðustu útgáfu eru að …
… tvær gerðir standa til boða. Önnur er fyrir alla prentun þar sem blæðing og skurðarmerki þurfa að vera. Hin útgáfan er án skurðarmerkja og því tilbúin fyrir dagblaðaauglýsingar.
… PDF skjölin verða mun léttari en með síðustu útgáfu því meiri pökkun er notuð í nýju stillingunni.
… Blæðing er stillt á 3 mm.

Innsetning: PDF stillingar 2019

Það er auðvelt að setja inn stillingarnar. Aðeins er misjafnt milli forrita hvað þarf að finna í valseðlunum, en leiðin er því sem næst eins.

InDesign: File > Adobe PDF Presets… Define
Illustrator og Photoshop: Edit > Adobe PDF Presets…

Þegar þangað er komið er farið í Load… eða Import… og stillingunni hlaðið inn. Nóg er að nota eitt forrit til þess að setja stillingarnar inn. Þær verða virkar fyrir öll forrit á tölvunni um leið.

PDF stillingar á tölvunni

Slóðin á stillingarnar inni á tölvunni á notandasvæðinu er:
Mac:
~/Library/Application Support/Adobe/Adobe PDF/Settings
PC:
C:\Users\"Nafn notanda"\AppData\Roaming\Adobe\Adobe PDF\Settings

Litstillingar 2019 fyrir prentgripi

2019 útgáfan af litstillingunum heitir
SI_Litastillingar_2019.
Sú breyting er gerð í þessari útgáfu að …
… Coated FOGRA39 (ISO 12647-2:2004)
litprófíllinn er notaður fyrir CMYK liti. Hann er til staðar á flest öllum tölvum.

Áfram er haldið að nota Adobe RGB (1998) prófílinn fyrir RGB myndir, enda er hann með litasvið sem hentar litprentun mjög vel.

Innsetning: SI_Litstillingar_2019

Í Edit > Color Settings í einhverju Adobe forritanna, svo sem í Photoshop, er farið í Load… og stillingunni hlaðið inn. Þannig er hægt að hlaða því inn fyrir hvert forrit fyrir sig.

Best er að koma stilliskjalinu inn á sinn stað á tölvunni. Slóðin á stillingarnar inni á tölvunni á notandasvæðinu er:
Mac:
~/Library/Application Support/Adobe/Color/Settings/Recommended
PC:
C:\Program Files (x86)\Common Files\Adobe\Color\Settings\Recommended

SI_Litstillingar_2019 í öll forritin

Þegar uppsetningu í eitt forritið er lokið er hægt að opna Adobe Bridge forritið til þess að setja litstillinguna inn á öll Adobe forritin. Í Bridge er farið í Color Settings, stillingin SI_Litastillingar_2019 valin og smellt á Apply.

Tæknilitir

Með þessum nýju stillinum fylgir einnig Taeknilitir.ase. Þetta er ASE-skjal (Adobe Swatch Exchange), með nokkrum skilgreindum tæknilitum sem hentugt er að nota við skilgreiningu á lakki og strikun (stönsum) í verkum fyrir prentun.
Það væri töluvert hagræði fyrir prentiðnaðinn ef samræmi skapaðist við notkun þessara merkinga.

Þetta skjal nýtist fyrir InDesign, Illustrator og Photoshop.
Farið er í panel valseðilinn í Swatch panelnum og valið Load Swatches… í InDesign og Photoshop eða Open Swatch Library í Illustrator.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband