image description

Kynbundið náms- og starfsval í iðn- og starfsnámi

Jämställdhet i arbetsplatsförlagt lärande, Norden- för att stödja ungdomar att våga välja, och fullfölja, ett otraditionellt yrkesval

Jafnréttismál í iðn- og starfsnámi - Skýrsla!

Norræn skýrsla um jafnréttismál í iðn-og starfsnámi (Jämställdhet i arbetsplatsförlagt lärande, Norden) kom út árinu. Niðurstaðan sýnir að jafnréttismál í málaflokknum eru aðkallandi. Átaksverkefni samtaka í atvinnulífinu eru áberandi en til að ná betri árangri er almenn þörf fyrir aukinni fræðslu og færni á sviði jafnréttismála. Höfundar skýrslunnar nefna sérstaklega:

  • Mikilvægi þess að efla fræðslu til þeirra sem eru að kenna og leiðbeina iðn- og starfsnámsnemum í skólum og í fyrirtækjum, þ.m.t. í kennara- og iðnmeistaranámi.
  • Hlutverk og áhrif fyrirmynda.
  • Framsetning og kynningarmál í iðn- og starfsnámi.
  • Kerfisbreytingar sem taka á málaflokknum.

Verkefni hlaut styrk frá Norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti (Nordisk information för kunskap om kön).

Hér má nálgast skýrsluna - Norræn skýrsla. 

Tilgangurinn með þessu verkefni er að skiptast á upplýsingum um hvað er verið að gera í þátttökulöndunum, hvað varðar kynbundið náms- og starfsval og hvernig hægt sé að draga úr kynbundnu námsvali. Markmiðið með þessu verkefni er að vekja máls á umræðunni um jafnrétti til iðnnáms óháð kyni þar sem sérstök áhersla er lögð á vinnustaðina (vinnustaðanám).

Í þessu verkefni verður lögð áherslu á að draga fram umræðuna um jafnrétti og áhrif þess á vinnumarkaði, hvernig styðjum við iðnnema sem velja sér fag þar sem annað kynið er ráðandi, hvaða áhrif getur meistari/tilsjónarmaður haft í þessu samhengi? Af hverju þurfum við jafnara kynjahlutfall á vinnumarkaði? Hægt er að draga fram umræðuna með því að kynna sér stöðuna hér á landi ásamt því sem er að gerast í þátttökulöndunum (Svíþjóð, Noregur, Álandseyjar). Hér er hægt að lesa meira til um verkefnið http://www.nikk.no/jamstalldhet-i-arbetsplatsforlagt-larande-i-norden/. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. 

Norræn ráðstefna um jafnréttismál í iðnnámi var haldin í hjá Iðunni í maí 2018. Hér er dagskráin. Í framhaldinu var tekið viðtal við Sólrúnu Kristjánsdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sjá hér.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband