Bygginga- og mannvirkjagreinar
Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Lengd
...Kennari
Leiðbeinendur VinnueftirlitsinsStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Lengd
...Kennari
Agnar Snædahl, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistariStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Umræðu- og fræðslufundur Iðan fræðslusetur og Samtök iðnaðarins efna í vetur til fundaraðar um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Öryggismál í mannvirkjagerð Dagskrá: 1. Vinnueftirlitið - ný markmið - Axel Ólafur Pétursson sérfræðingur/teymisstjóri mannvirkjateymis og Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangsathugana hjá VER. 2. Öryggisstjórar í fyrirtækjum og hlutverk þeirra - Tjörvi Berndsen sjálfstætt starfandi sérfræðingur og fyrrverandi öryggisstjóri hjá IAV. 3. Hver ber ábyrgð á slysum - Hver ber ábyrgð ef slys verður. Sveinbjörn Claessen lögmaður á Landslögum. 4. Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri: Björg Ásta Þórðardóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs og yfirlögfræðingur SI. Þeir sem vilja fylgjast með á Teams velja „skrá mig í fjarnám“
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar um málefniðStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd Þetta námskeið er fyrir aðila sem koma að nýbyggingum eða viðhaldi mannvirkja og hafa lokið námskeiðum Raki og mygla I og II. Markmiðið er að þátttakendur afli sér þekkingar til þess að fyrirbyggja eða lágmarka áhættu á rakaskemmdum við hönnun og framkvæmd bygginga. Farið verður yfir hvað ber að varast við hönnun og framkvæmd og hvað er gott. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir. Kennslan fer mikið fram með myndum, yfirferð deilihönnunar, yfirferð rakaflæðis í byggingarhlutum, efnisval og vinnubrögð.
Lengd
...Kennari
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Einnig er fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim.
Lengd
...Kennari
Benedikt Ingvason, pípulagningamaður og vélvirkiStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan www.gróðureldar.is. Skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna. Varnarsvæði – hvers konar gróður er á slíkum svæðum. Fjallað verður um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni. Er trjágróður miseldfimur? Hvað töpum við miklu kolefni ef hann brennur? Er hægt að tryggja tré/skóg? Sagt verður frá þeim búnaði og aðferðum sem nýtast við að ráða niðurlögum gróðurelda. Næsta slökkvilið, hvaða búnað hefur það til umráða? Eru öll slökkvilið eins útbúin? Hver eru fyrstu viðbrögð við gróðureldum, hvað þarf að vera til staðar í sumarhúsinu/á svæðinu? Skiptir máli hvernig gróður er næst mannvirkjum? Í lok námskeiðs verður komið við í Slökkvistöðinni í Hveragerði og búnaður skoðaður. Kennarar: Dóra Hjálmarsdóttir Verkís, Hreinn Óskarsson Skógræktinni, Pétur Pétursson Brunavörnum Árnessýslu, Björgvin Örn Eggertsson Garðyrkjuskólanum - FSu.
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun þeirra. Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið veitir réttindi á byggingakrana. Tilgangur þess er að þátttakendur öðlist þekkingu á helstu gerðum þessara tækja ásamt stjórnun og meðferð þeirra. Einnig er farið yfir vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Að lokinni verklegri þjálfun og verklegu prófi fá þátttakendur full réttindi til að stýra tækjunum.
Lengd
...Kennari
Ekki skráðurStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Lengd
...Kennari
Leiðbeinendur VinnueftirlitsinsStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum? Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál? Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins. Farið verður yfir hvað skiptir mestu máli fyrir verkstjóra að vita s.s. framkvæmd vinnuverndarstarfs, áhættumat, skráning og tilkynning vinnuslysa ásamt þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Einnig verður komið inn á ábyrgð verksjóra á vinnuumhverfinu almennt t.d. hávaða, lýsingu, innilofti, notkun efna og véla. Að lokum verður fjallað stuttlega um mikilvægi verksjóra varðandi andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Vinnuverndarnámskeið ehf
Lengd
...Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.
Lengd
...Kennari
Leiðbeinendur VinnueftirlitsinsStaðsetning
Fjarnámskeið í TeamsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn stofnana sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum hvernig staðið skuli að slíkum greiningum. Á námskeiðinu er farið yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni. Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar í áhættugreiningumStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Lengd
...Kennari
Agnar Snædahl, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistariStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Lengd
...Kennari
Innlendir fagaðilarStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í apríl til maí 2023 og verður námskeiðið í fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra þriðjudaginn 18. apríl og verða þeir opnir til 6. maí. Námskeiðinu lýkur með prófi laugardaginn 6. maí, (allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar). Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs. Sótt er um þátttöku á námskeiðinu á mínum síðum/öryggi mannvirkja á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hms.is. Slóðin er hér: https://minarsidur.mvs.is/web/portal/application.html?id=GCGW0N Farið er inn með rafrænum skilríkjum. Þá er farið í umsóknir efst á síðunni og þar undir í reitnum "Löggildingar" er lína "Umsókn á löggildngarnámskeið hönnuða". Fylgigögn eru: 1) Afrit af prófskírteini umsækjanda 2) Vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis 3) Vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunarStaðsetning
FjarnámFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn stofnana sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum hvernig staðið skuli að slíkum greiningum. Á námskeiðinu er farið yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni. Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar í áhættugreiningumStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum. Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.
Lengd
...Kennari
Þórunn Sigurðardóttir, verkfræðingurStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti, hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki.. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti. Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu.
Lengd
...Kennari
Guðjón Kristinsson, torf- og grjothleðslumeistariStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á þriðja og síðasta hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Lengd
...Kennari
Óskar Þór Hjaltason, ráðgjafi í öryggismálum og vinnuverndStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.