Bygginga- og mannvirkjagreinar
Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
Þetta er námskeið fyrir húsasmiði sem vinna við nýsmíði og endurnýjun á þökum. Markmið þess er að kenna þátttakendum hvernig ganga eigi frá þökum þannig að þau fúni ekki eða skemmist af völdum myglusvepps. Farið er í helstu orsakir skemmda af völdum raka og hvernig best sé að ganga frá loftun. Fjallað er um loftunarleiðir og frágang klæðninga og rakavarnar.
Lengd
...Kennari
Björn Marteinsson, arkitekt og byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Lengd
...Kennari
Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMSStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem eru að vinna samningsverk fyrir verkkaupa. Tilgangur þess er að kynna staðalinn "ÍST 30 - Almennir útboðs og samningsskilmálar um verkframkvæmdir" og notkun hans. Farið er yfir helstu atriði staðalsins sem varða samskipti verktaka og verkkaupa og tekin dæmi um ágreining sem komið hefur upp í þeim samskiptum. Einnig er fjallað um úrskurði í ágreiningsmálum sem farið hafa fyrir úrskurðarnefndir og dómstóla.
Lengd
...Kennari
Elías Bjarnason, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Lengd
...Kennari
Ólöf Salmon GuðmundsdóttirStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.
Lengd
...Kennari
Helga María Adolfsdóttir, ByggingafræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja sem þurfa að gera tilboð í verkefni og verkhluta. Fjallað er um lög og reglur um útboð og ÍST 30, almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir. Farið er yfir magntölur og magntöku einstakra verkþátta. Fjallað er um einingaverð og útreikning þeirra. Farið yfir tilboðsskrár og tilboðsgerð. Á námskeiðinu eru unnin nokkur verkefni úr hverjum þætti þess.
Lengd
...Kennari
Elías Bjarnason, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunarStaðsetning
Hvolsvöllur - Félagsheimilið HvollFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Einnig er fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim.
Lengd
...Kennari
Benedikt Ingvason, pípulagningamaður og vélvirkiStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir pípulagningamenn sem vilja leggja gaslagnir með réttum hætti. Á námskeiðinu er fjallað um lagnir fyrir gas í íbúðarhúsnæði, veitingahúsum, sumarhúsum og iðnaði. Kynnt efni til gaslagna, tenging röra og tækja. Farið í gastæki vegna suðu, upphitunar og geymslu á gasi.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd Þetta námskeið er fyrir aðila sem koma að nýbyggingum eða viðhaldi mannvirkja og hafa lokið námskeiðum Raki og mygla I og II. Markmiðið er að þátttakendur afli sér þekkingar til þess að fyrirbyggja eða lágmarka áhættu á rakaskemmdum við hönnun og framkvæmd bygginga. Farið verður yfir hvað ber að varast við hönnun og framkvæmd og hvað er gott. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir. Kennslan fer mikið fram með myndum, yfirferð deilihönnunar, yfirferð rakaflæðis í byggingarhlutum, efnisval og vinnubrögð.
Lengd
...Kennari
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem selja út efni, vinnu og tæki. Markmið þess er að kenna þátttakendum útreikning á nauðsynlegri álagningu á tilboðs- og tímavinnu. Á námskeiðinu er stuðst við reiknilíkön í excel ásamt nýrri útgáfu af forritinu TAXTA og er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel. Þátttakendur eiga að mæta með tölvu á námskeiðið.
Lengd
...Kennari
Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.
Lengd
...Kennari
Bjarni Þór KristjánssonStaðsetning
Safnasvæðið AkranesiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.
Lengd
...Kennari
Magnús Kristmannsson, húsasmíðameistariStaðsetning
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, verknámshús Hraunbergi 8Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar. Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir.
Lengd
...Kennari
Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Lengd
...Kennari
Agnar Snædahl Gylfason, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistariStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Lengd
...Kennari
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.
Lengd
...Kennari
Kennarar háskólansStaðsetning
Háskólinn í ReykjavíkFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má möglega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum. Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins. Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs. Námskeiðið fer fram á ensku, túlkað eftir þörfum. Kennari: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi (MArborA PGDip)
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Lengd
...Kennari
Ólöf Salmon GuðmundsdóttirStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að smíða hnífa og önnur áhöld. Markmið þess er að kenna þátttakendum smíði úr stáli og efnum í skefti og slíður. Þátttakendur fá hnífsblað (geta valið úr nokkrum gerðum), efni í skaft (einnig hægt að velja úr nokkrum viðartegundum) og leður í slíður. Blaðið er skeft og síðan er hnífurinn slíðraður þannig að menn fullklára hníf og slíðra á námskeiðinu.