image description

Fyrirtækjaþjónusta

Markmið fyrirtækja geta verið margvísleg í fræðslu- og starfsmannamálum. Hæfur starfsmaður er óhræddur við nýjungar og breytingar í rekstri. Hann hefur þekkingu til að vinna verk af öryggi og innan tímamarka, auk þess að takast á við þau vandamál sem upp koma. Hæfur starfsmaður veitir betri þjónustu sem eykur líkur á að viðskiptavinur þinn sé ánægður og komi til baka.

Þjónusta okkar við fyrirtæki felst í:

  • þarfagreiningu fyrir fræðslu og færni,
  • áætlun um fræðslu og stefnumótun í fræðslumálum
  • við leggjum til lausnir, ýmist sérsniðnar eða finnum það sem hentar
  • skipulagi og framkvæmd fræðslustefnu

Fyrirtæki sem eiga aðild að Iðunni njóta umtalsverðrar niðurgreiðslu af kostnaði við námskeiðahald og fyrirtækjanámskeið. Með aðildinni er því hægt að nýta sér fjölmörg tækifæri til þess að ná fram betri og hagkvæmari rekstri án þess að kosta miklu til.

Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til Iðunnar og eru í skilum, eiga rétt á að sækja fræðslustyrk vegna starfstengdra námskeiða. Almennt skal sótt um styrk áður en námskeið er haldið en styrkumsóknir eru ekki afgreiddar ef sex mánuðir eða lengra er liðið frá námskeiði. Fái fyrirtæki styrk eru ekki veittir einstaklingsstyrkir hjá því fyrirtæki fyrir sama námskeiði.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um fyrirtækjastyrki.

Hjá Iðunni starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ókeypis viðtöl við starfsfólk aðildarfyrirtækja. Ráðgjöfin felst í að finna leiðir til þess að hvetja starfsmenn til að huga að sinni starfsþróun. Kannaðu málið og sendu okkur póst á idan(hjá)idan.is .

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband