image description

Námssamningar í bygginga- og mannvirkjagreinum

Nám í bygginga- og mannvirkjagreinum hefst með einnar annar sameiginlegu grunnnámi bygginga og mannvirkjagreina en að því loknu velja nemendur sérnám í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum eða veggfóðrun og dúkalögn. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í húsasmíði er 4 ár, samtals 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámsið er skipulagt sem 72 vikna samningsbundinn starfstími.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í húsasmíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í húsgagnasmíði er 4 ár, samtals 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 72 vikna starfsþjálfun og má hefjast að loknu grunnnámi í byggingagreinum.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í húsgagnasmíði og síðar meir til meistaranáms.


Meðalnámstími í málaraiðn er 4 ár, samtals 4 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 96 vikna starfsþjálfun að loknu grunnnámi byggingagreina.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í málaraiðn og síðar meir til meistaranáms.


Meðalnámstími í múraraiðn er 4 ár, samtals 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 72 vikna starfsnám á námssamning.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í múraraiðn og síðar meir til meistaranáms.


Meðalnámstími í pípulögnum er 4 ár, samtals 4 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 96 vikna starfsnám á námssamningi.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í pípulögnum og síðar meir til meistaranáms.Meðalnámstími í veggfóðrun og dúkalögn er 4 ár að meðtöldu grunndeild byggingagreina, samtals 3 annir í skóla og 120 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 120 vikna starfsnám á námssamningi.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í veggfóðrun og dúkalögn og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í veggfóðrun og dúkalögn:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Flötur ehfHverafold 14112
Guðjón Gíslason ehfEnnishvarfi 15B200
Rúnar Ingólfsson ehfJónsgeisla 57113
Sölvi M. EgilssonNeðstabergi 12111

Námsamningur er ekki gerður fyrr en grunnnámi byggingagreina er lokið. Starfsþjálfun skal tekin á viðurkenndum vinnustað og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um vinnustaðanám áður en það hefst. Heimilt er að meta vinnutíma hjá meistara að hámarki sex mánuði fyrir gerð námssamnings. Verktakavinna er ekki metin. Hér má finna Reglugerð um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað.

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í bygginga- og mannvirkjagreinum veitir Helga Björg Hallgrímsdóttir í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á helga@idan.is.

Upplýsingar um sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum má finna hér.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband