image description

Sjálfbærnistefna Iðunnar

Hlutverk Iðunnar er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsfólks í iðnaði með því að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. Stefnuáherslur Iðunnar 2022-2024 eru: Félagsmaðurinn í forgrunni, nýsköpun og tækni, samvinna og sjálfbærni.

Í stefnu Iðunnar um sjálfbærni segir að Iðan skuli hafa sjálfbærnihugsun að leiðarljósi í allri þekkingarmiðlun og þjónustuframboði. Til að styðja við stefnuna hefur sjálfbærniráð Iðunnar og starfsfólk valið fjögur markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin voru skoðuð í samhengi við starfsemi Iðunnar og munu ráða ferðinni í sjálfbærnivegferð fyrirtækisins.

 

 

   Menntun fyrir alla félagsmenn Iðunnar 

  • Efla sjálfbærnivitund hjá félagsmönnum Iðunnar með markvissum og mælanlegum aðgerðum
  • Fjölga nemendum í iðn-, verk- og tækninámi
  • Stuðla að fjölbreyttari leiðum í iðnnámi fullorðinna

 

Áhersla á jafnrétti kynja í öllu sínu náms- og þjónustuframboði

  • Vinna að jafnara kynjahlutfalli í öllum iðngreinum
  • Vekja athygli á vinnuframboði iðngreina óháð kynjum
  • Greina og setja mælanleg markmið fyrir sókn kynja í fræðslu fyrir ólíkar atvinnugreinar

 

Stuðla að aukinni samkeppnishæfni fyrirtækja og félagsmanna Iðunnar

  • Auka framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag
  • Efla þjónustuframboð í ráðgjöf og fræðslu um sjálfbærni

 

Veita fræðslu og ráðgjöf um ábyrga neyslu og framleiðslu

  • Móta og innleiða sjálfbærnistefnu Iðunnar
  • Efla fræðslu um sjálfbærni í íslenskum iðnaði…Í takt við gildi Iðunnar

 

UFS eru leiðbeiningar sem standa fyrir umhverfisþætti,

félagslega þætti og stjórnunarhætti. 

Umhverfisþættir eru atriði eins og kolefnisspor, flokkun sorps og nýting náttúruauðlinda. 

Félagslegir þættir eru þeir þættir sem snúa að velferð fólks,

kynjafjölbreytni, öryggi og mannréttindum. 

Stjórnarhættir snúa að kjarasamningum, launahlutfalli starfsfólks og innkaupastefnu, persónuvernd og siðareglum. Fyrirtæki sem vilja geta talist uppfylla sjálfbæran rekstur samkvæmt UFS leiðbeiningunum þurfa að uppfylla jafnt kröfur í öllum stoðunum þremur.  Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband