Vefnámskeið í prent- og miðlunarefnum
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölda vefnámskeiða á öllum sviðum.

Umhverfismál umbúða
Á þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna og framleiða umhverfisvænar umbúðir. Kolefnissporið, íslensk lög og reglugerðir, gæðamál og vottanir.

Markaðsmál umbúða
Umbúðir eru mikilvægt sölu- og markaðstæki. Á þessu námskeiði er farið í undirstöðuþætti í markaðsfræði sem snúa sérstaklega að umbúðum.

Framleiðsla umbúða
Sérþekking á ferlinu er lykilatriði í því að geta tekið réttar ákvarðanir sem hönnuður eða stjórnandi þegar kemur að hönnun og framleiðslu umbúða. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í framleiðsluferli umbúða úr karton og pappa, farið yfir tímaáætlanir og framlegð, gefin innsýn í starf keyrslumenna í Heidelberg-prentsmiðju og skoðaðar nýjungar á markaði á borð við það að fá umbúðir í áskrift.