Farið verður yfir hinar ýmsu tegundir lega. Til hvers eru legur, hönnun o.fl. Ásetning lega, hvernig tökum við þær af ásum, smurning, ending og skemmdir. Hvaða verkfæri og lausnir eru til við hin ýmsu vandamál varðandi það að skipta um legur.
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Farið verður í grundvallaratriði við afréttingar á ýmsum vélbúnaði. Dælur, mótorar, gírar og vélar verða réttir af bæði með klukkum og laser.
Farið verður í grundvallaratriði við titringsmælingar. Farið verður yfir staðla og búnað sem gefa vísbendingar um titringsvandamál. Hvað eru mælitækin að segja okkur? Erum við með skemmdar legur, skemmdar tennur í gírkassa o.fl.
Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Teams. Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda.
Á námskeiðinu er fjallað um rafknúnar vinnuvélar. Mikill fjöldi lithium drifinna tækja eru komin í umferð á Íslandi. Námskeið þar sem komið er inná grunninn í umgengni og helstu hættur við þessi tæki, viðgerðir, bilanaleit , sérverkfæri ofrv.
Á námskeiðinu er fjallað um rafknúnar vinnuvélar. Mikill fjöldi lithium drifinna tækja eru komin í umferð á Íslandi. Námskeið þar sem komið er inná grunninn í umgengni og helstu hættur við þessi tæki, viðgerðir, bilanaleit , sérverkfæri ofrv.
Á námskeiðinu er fjallað um rafknúnar vinnuvélar. Mikill fjöldi lithium drifinna tækja eru komin í umferð á Íslandi. Námskeið þar sem komið er inná grunninn í umgengni og helstu hættur við þessi tæki, viðgerðir, bilanaleit , sérverkfæri ofrv.
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.
ONLINE Brúkranar sem lyfta meiru en 5 tonnum urðu réttindaskyldar vinnuvélar 1. október 2021. Þetta gerðist með nýjum reglum sem eru númer 1116. Námskeiðið er alltaf í gangi, þú getur byrjað þegar þú vilt. Námskeiðið er í boði á íslensku, ensku og verður í boði á pólsku fljótlega.
Grunnnámskeið vinnuvéla veitir bókleg réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar á Íslandi. Námskeiðið er alltaf í gangi, þú getur byrjað þegar þú vilt. Námskeiðið fer 99% fram í fjarnámi, aðeins lokaprófið er í kennslustofu hjá Vinnuverndarskólanum, á vinnustöðum eða í fjarnámsmiðstöð eftir samkomulagi.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Ertu í vandræðum með áhættumatið, þá er „ELMERI“ verkfærið. Á þessu námskeiði verður fengist við flest það sem viðkemur öryggi við vinnu á verkstæðum. Gaskúta, handverkfæri, smíðavélar, umgengni ofl. Þá verður gátlistakerfið ELMERI kynnt.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00