Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Slagregnsprófun á ísetningu glugga

Þetta er námskeið fyrir alla sem setja glugga í steinsteypt hús og þétta með þeim. Farið er yfir kröfur um eiginleika glugga í íslenskri byggingarreglugerð og merkingu hugtakanna tveggja þrepa þétting, rakaflæði, rakastreymi o.s.frv. Skoðað er dæmu um framleiðslustýringu í glugga- og hurðaverksmiðju, kröfurnar til að mega CE merkja glugga og hurðir og sýnd dæmi um hættumat í framleiðslunni, verkferla, verklýsingar og gæðaeftirlit. Fjallað verður um aðferðafræðina við framkvæmd slagregnsprófa á gluggum og hurðum samkvæmt kröfum um CE merkingar og þar með kröfum í byggingarreglugerð. Farið verður í saumana á hvernig hægt er með einföldum hætti að gera sambæilegt slagregnspróf á glugga, endanlega frágengnum í vegg á byggingarstað með svipuðum hætti og þegar þéttleiki glugga er prófaður í tilraunastofu. Að lokum framkvæma þátttakendur sjálfir próf á þéttleika á gluggaþéttingu.

Stafræn gæðastýring í byggingariðnaði

Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum byggingarstjórum og öðrum starfsmönnum byggingafyrirtækja sem koma að gæðastýringu verkefna. Tilgangur þess er að þátttakendur verði færir um að halda utan um eigin úttektir og verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Farið verður yfir á einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja ákvæðum laga og reglugerða um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Námskeiðið er að hluta verklegt og þurfa þátttakendur að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu. Sýnt verður á einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour.

Mannvirkjaskrá

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennarar

Þórunn Sigurðardóttir, verkfræðingur
Jón Freyr Sigurðsson, öryggis- og gæðastjóri
Gunnar Pétursson, lögfræðingur
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

11.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Lengd

...

Kennari

Erlendir sérfræðingar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

3.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hafnir eru aldagamalt landnámssvæði sem hefur að geyma margar merkar minjar. Hluti af þessum minjum er gríðarlegt magn af fornum hleðslum og tóftum sem enginn kann deili á í dag. Ætlunin er að námskeiðínu muni þátttakendur vinna að því í sameiningu og undir handleiðslu námskeiðshaldara hleðslu handbragð fyrri alda. Öll tæki og tól verða til staðar á svæðinu ásamt kaffiaðstðöðu. Boðið verður upp á hressingu yfir alla námskeiðsdagana. Í uppðhafi námskeiðs mun Kristín fara yfir markmiðin hverju sinni, fara yfir sögu grjóthleðslu svæðisins og hvernig tæki og tól forfeður okkar og -mæður notuðu hverju sinni. Í landi Hvamms eru bæði grjóthleðslur og hlaðnar tóftir og ætlunin er að endurreisa og um leið læra þetta forna handbragð sem grjóthleðslan er. Leiðbeinandi er Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir skrúðgarðyrkjumeistari.

Lengd

...

Kennari

Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari

Staðsetning

Hafnir á Reykjanesi

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Einnig er fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim.

Lengd

...

Kennari

Benedikt Ingvason, pípulagningamaður og vélvirki

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.

Lengd

...

Kennarar

Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur Svansins
Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

0 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar. Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir.

Lengd

...

Kennari

Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með opinn eld eða verkfæri sem gefa frá sér hita eða neista. Markmið þess er að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna af öryggi með því að lágmarka áhættu. Fjallað erum eldfim efni og sprengifimt umhverfi og farið yfir brunavarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra eldsvoða og slys við heita vinnu. Einnig kröfur til starfsmanna, hegðun elds og slökkvistarf og slökkvibúnað.

Lengd

...

Kennari

Sérfræðingar í eldvörnum

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

48.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.

Lengd

...

Kennarar

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur
Kristinn Alexandersson, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.

Lengd

...

Kennari

Agnar Snædahl, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

32.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

8.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

Nýtt

Þjónustuaðilar brunavarna

Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.

Steinsteypa - frá hráefni til byggingar

Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.

Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma. ​

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

4.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Við þökkum félagsfólki okkar kærlega fyrir þátttökuna á Bransadögum sem voru helgaðir nýsköpun í ár. Þau ykkar sem komust ekki til okkar í ár getið horft á upptökur fyrirlestra fjölda fagfólks sem kom til okkar og deildi þekkingu sinni og reynslu.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband