Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Ábyrgð byggingastjóra

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Merking vinnusvæða

Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.

Málningaruppleysir

Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að meðhöndla málningaruppleysi sem inniheldur díklórmetan. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð hans og merkingu á efnum. Farið er almennt yfir hættur sem stafa af eiturefnum, hvernig geymsla á slíkum efnum þarf að vera o.fl. Persónuhlífar svo sem öndunargrímur og fleira sem þarf að hafa í huga við notkun málningaruppleysi. Námskeiðið veitir réttindi til þess að meðhöndla málningaruppleysi að uppfylltum öðrum skilyrðum.

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Lengd

...

Kennari

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

0 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Lengd

...

Kennari

Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

0 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

0 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Farið er í gegnum grundvallaratriði í smíði og munu þátttakendur leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Námsefni er m.a. Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar.

Lengd

...

Kennari

Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

60.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.000 kr.-

Fullt! - Skrá mig á biðlista! Nánari upplýsingar

Þetta er netnámskeið sem þátttakendur geta tekið þegar þeim hentar og er haldið af Vinnueftirlitnu. Þátttakendur skrá sig hjá Iðunni og Iðan skráir þá hjá Vinnueftirlitinu daginn eftir skráningu. Þátttakendur fá senda slóð frá Vinnueftirlitinu með leiðbeiningum. Námskeiðið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem þarf að nota vinnuvélar. Það veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Lengd

...

Kennari

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

53.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er netnámskeið sem þátttakendur geta tekið þegar þeim hentar og er haldið af Vinnueftirlitnu. Þátttakendur skrá sig hjá Iðunni og Iðan skráir þá hjá Vinnueftirlitinu daginn eftir skráningu. Þátttakendur fá senda slóð frá Vinnueftirlitinu með leiðbeiningum. Námskeiðið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem þarf að nota vinnuvélar. Það veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Lengd

...

Kennari

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

53.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er netnámskeið sem þátttakendur geta tekið þegar þeim hentar og er haldið af Vinnueftirlitnu. Þátttakendur skrá sig hjá Iðunni og Iðan skráir þá hjá Vinnueftirlitinu daginn eftir skráningu. Þátttakendur fá senda slóð frá Vinnueftirlitinu með leiðbeiningum. Námskeiðið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem þarf að nota vinnuvélar. Það veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Lengd

...

Kennari

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

53.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

Nýtt

Þjónustuaðilar brunavarna

Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.

Steinsteypa - frá hráefni til byggingar

Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.

Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma. ​

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

4.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 15. og 16.maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á bransadögum kynnumst við nýjustu tækni og tólum og boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og vinnusmiðja sem styðja við nýsköpun í iðnaði.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband