Rísandi raki í veggjum (rising dampness) er vandamál sem skapast þegar vatn eða raki berst upp í veggi frá jarðvegi í gegnum sprungur , holumyndun eða veikleika í steypu og veldur rakamyndun , losi á múr og flögnun á spartli og málningu og oft myglu í kjölfarið. Michaela Muller frá Arcan Waterproofing, sem er góðkunningi Iðunnar og margra fagmanna verður í beinu streymi og ætlar að segja okkur allt frá þessu algenga vandamáli og hvaða aðferðum og efnum er hægt að beita til úrbóta. Arcan hefur um langt skeið mælt með ákveðnu kerfi sem þurrkar upp rakann og kemur í veg fyrir frekari uppsogs rakans upp í veggina. Farið verður hvaða aðferðum er beitt og hvaða efni / kerfi eru notuð til að glíma við þetta vandamál og leysa. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fagefni og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þetta námskeið er fyrir alla sem standa í byggingaframkvæmdum og vilja koma í veg fyrir eldsvoða við þær. Markmið þess er að fara yfir það sem skiptir mestu máli þegar kemur að brunavörnum bygginga á framkvæmdatímanum.
Þetta námskeið er fyrir verðandi iðnmeistara. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar. Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir.
Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með opinn eld t.d. við lagningu þakpappa eða verkfæri sem gefa frá sér hita eða neista. Markmið þess er að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna af öryggi með því að lágmarka áhættu. Fjallað erum eldfim efni og sprengifimt umhverfi og farið yfir brunavarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra eldsvoða og slys við heita vinnu. Einnig kröfur til starfsmanna, hegðun elds og slökkvistarf og slökkvibúnað.
Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.
Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem vilja læra rétta meðferð á álgluggum, ísetningu og viðhald. Á námskeiðinu er fjallað um framleiðslu og eiginleika álgugga og atriði sem hafa ber í huga við val á gluggum. Einnig er fjallað um ísetningu álglugga og glers og frágang í húsum við íslenskar aðstæður. Ennfremur er fjallað um viðhald álglugga.
Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Einnig er fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim.
Þetta námskeið er fyrir verðandi iðnmeistara. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.
Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Farið er yfir lög, reglugerðir og staðla, skráningu í gæðahandbók, viðhald tækja, slökviefni- gerð og virkni og úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. Námskeiðið endar á rafrænu prófi.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfærðingur yfir mikilvæga þætti í meðferð steypu.
Björn Ágúst Björnsson fer vel yfir samsetningaraðferðir og tæknileg mál á frábæru rör í rör kerfi frá Uponor.
Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum. Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.
Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00