farið verður yfir eftirfarandi atriði á þessu námskeiði KENNSLA/UPPRIFJUN Á RÉTTINGARBEKK OG MÆLITÆKI. Sveinsprófstakar fá að æfa sig á mælitækjum PLASTVIÐGERÐA UPPRIFJUN. Farið yfir helstu tæki og efni í sambandi við plastviðgerðir RÉTTINGAR OG SPÖRSLUN. farið yfir þau tæki og tól sem skólin er með og virkni þeirra RAFMAGN. Farið yfir virkni prufulampa, mæla og ljósastillingu. Einnig heiti helstu tenginga í rafmagni. LEIÐBEININGAR FRAMLEIÐANDA. Farið yfir helstu heiti og tákn í leiðbeiningum frá framleiðendum.
Á þessu vefnámskeiði sem byggt er á efni frá KIA er farið yfir í stuttu máli öll helstu atriði sem tengjast uppbyggingu og virkni rafbíla. Einnig er farið yfir hleðslumál og öryggi ásamt algengum spurningum sem vakna upp hjá fólki sem er í hugleiðingum um að skipta yfir í rafbíl. Námskeiðið er í heildina 15 stutt mynbönd sem taka fyrir ákveðið málefni og útskýra með myndrænum hætti. Rafbílar KIA eru í forgrunni en margt af því sem kemur fram á einnig við rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00