Farið yfir helstu nýjungar og möguleika í InDesign í snörpum og hagnýtum fyrirlestri.
Grunnatriði í gerð viðtalsmyndbanda. Nemendur læra að taka upp og klippa myndbönd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum
Nemendur læra að setja upp Word Press vef, nota stjórnborðið og þekkja möguleika þess, setja upp einfalda síðu og skipuleggja með myndum og texta.
Gerð þrívíddar-hreyfimynda með Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.
Farið dýpra í möguleika vefumsjónarkerfisins. Nemendur læra að viðhalda, breyta og bæta við heimasíðu. Kennsla í leitarvélarbestun.
Hér er á ferðinni námskeið sem er ætlað prenturum. Stafræn prentun hefur aukist mikið á síðustu árum og gæðin sífellt betri. Tæknin er talsvert ólík offsettækninni og því mikilvægt fyrir starfandi prentara að kynna sér hana. Farið verður í gegnum helstu aðferðir sem notaðar eru og hvað þarf að hafa í huga við vinnslu og undirbúning verka. Námskeiðið er bæði verklegt og fræðilegt þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á því að prenta á stafræna prentvél.
Hvernig verður umbúðaformið til og hvaða verkfæri þarf formhönnuður að nota við vinnu sína?
Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði í vinnslu ljósmynda frá upphafi til umbrots.
Í þessu hagnýta og stutta vefnámskeiði sýnir Sigurður Ármannsson hönnuður hvernig má búa til einfaldan, þríbrotinn bækling í Indesign.
Í þessu örnámskeiði verður fjallað um ýmis gagnleg verkfæri í Photoshop, flýtileiðir, aðferðir og annað sem að gagni getur komið öllum þeim sem vinna við myndvinnslu.
Örnámskeið um textavinnslu í InDesign hugbúnaðinum frá Adobe.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00