InDesign gunnur kynnir byrjendum hratt og örugglega grunneiginleika og möguleika forritsins. Lykilatriði forritsins eru skoðuð með stuttum æfingum og sömuleiðis tengsl og samspil InDesign við nokkur önnur Creative Cloud forrit.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa fengið undirstöðu þekkingu í mælingafræðum og vilja bæta við sig. Farið er dýpra í skjástillingar, punktastækkun, pressoptimizer og að lokum verður mælt beint inn í gagnagrunn Wan-ifra.
Straumlínustjórnun (e.Lean Management) er aðferðafræði sem snýr að því að hámarka virðissköpun í fyrirtækjum. Hér er á ferðinni framhaldsnámskeið straumlínustjórniunar I. Farið er dýpra í alla þætti virðissköpunar og hvernig lágmarka má sóun innan vinnustaða. Lagt verður upp með fjölbreyttar kennsluaðferðir á námskeiðinu og gagnvirkt flæði þátttakenda og leiðbeinanda.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig hægt er staðsetja grafík inní myndefni þar sem myndavél er á hreyfingu. Sú aðferðafræði sem kennd er á námskeiðinu er eins og sú aðferð sem er notuð við tæknibrellur kvikmynda. Þeir möguleikar sem eru í boði fyrir einstaklinga, heima í stofu, í vinnslu tæknibrella, gæti komið sumum á óvart sem halda að sé aðeins fagmönnum fært að framkvæma í After Effects.