Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Nýtt

Leturfræði

Fallegt og spennandi umbrot gleður og vekur áhuga. Birna Geirfinnsdóttir fer yfir kjarnann í hugmyndum Jost Hochuli sem fella mætti undir hugtakið fínleturfræði. Fínleturfræði fæst við grunneiningar umbrots, bókstafi, stafabil, orð, oðabil, línur, línubil og dálka.

Nýtt

Frágangur og skoðun prentskjala

Hönnuðir þurfa að skila prentgögnum sem prenthæfum PDF-skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu. Á þessu námskeiði er farið í gegnum atriði til að nálgast á endanum fullbúið skjal til prentunar. Algeng mistök í skilum á prentefni og hvernig má koma í veg fyrir þau. Þá er í hverjum þætti námskeiðsins farið yfir góð samskipti við viðskiptavini. Tveir sérfræðingar koma að námskeiðinu, allir með sérþekkingu á sínu sviði þegar kemur að frágangi prentgagna enda eru áherslur misjafnar eftir því um hvers konar prentgrip er að ræða. Farið verður í eftirfarandi þætti: Undirbúningur á prentverki og skoðun gagna. Grunnatriðin. Áhersluatriði við frágang á umbúðum til prentunar. Litir mynda, áhrif pappírs á liti, upplausn mynda, litablöndur, lakk og sérlitir. Skilgreiningar á stansateikningum, upphleypingum, lökkun og fleira. Lokaskoðun prentgagna. Hvað þarf að hafa í huga? Er verkið í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Hvernig á að hátta samskiptum við viðskiptavini til að byggja upp traust og tryggja farsæla framleiðslu.

Nýtt

Grunnur í hreyfihönnun með After Effects og Figma

Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig verður farið í möguleika annarra forrita, svo sem Figma og hvernig má nýta það í gerð hreyfihönnunar t.a.m. vefborða.

Staðnám (fjarnám í boði)

Grunnatriði og þróun í umbroti og ritstjórn rafrænna tímarita. Möguleikar og nýjungar í uppsetningu rafrænna tímarita á alþjóðavísu. Hvaða hugbúnaður er vinsæll. Farið yfir grunnatriði í vönduðum vinnubrögðum sem einkenna ritstjórn tímarita. Þátttakendur setja upp eigið veftímarit og kennslan byggist á æfingum og verkefnum. Kennari er Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og útgefandi, auk gestakennara.

Lengd

...

Kennari

Guðbjörg Gissurardóttir

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

56.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám (fjarnám í boði)

Gerð þrívíddar-hreyfimynda með After Effects og Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

52.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.600 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Nýtt

Umhverfismál umbúða

Á þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna og framleiða umhverfisvænar umbúðir. Kolefnissporið, íslensk lög og reglugerðir, gæðamál og vottanir.

Nýtt

Markaðsmál umbúða

Umbúðir eru mikilvægt sölu- og markaðstæki. Á þessu námskeiði er farið í undirstöðuþætti í markaðsfræði sem snúa sérstaklega að umbúðum.

Nýtt

Framleiðsla umbúða

Sérþekking á ferlinu er lykilatriði í því að geta tekið réttar ákvarðanir sem hönnuður eða stjórnandi þegar kemur að hönnun og framleiðslu umbúða. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í framleiðsluferli umbúða úr karton og pappa, farið yfir tímaáætlanir og framlegð, gefin innsýn í starf keyrslumenna í Heidelberg-prentsmiðju og skoðaðar nýjungar á markaði á borð við það að fá umbúðir í áskrift.

Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis verkfæri í Photoshop fyrir lengra komna og lögð áhersla á tól og val í forritinu sem byggja á gervigreind.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

5.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Hvaða mikilvægu þætti þarf að hafa í huga í grafískri hönnun umbúða. Rannsóknarvinna hönnuðar og nauðsynlegar upplýsingar. Kassa- og formteikningar og algeng mistök.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

2.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Hvernig verður umbúðaformið til og hvaða verkfæri þarf formhönnuður að nota við vinnu sína?

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

2.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

2.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði í vinnslu ljósmynda frá upphafi til umbrots.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

2.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Í þessu hagnýta og stutta vefnámskeiði sýnir Sigurður Ármannsson hönnuður hvernig má búa til einfaldan, þríbrotinn bækling í Indesign.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

3.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Örnámskeið um textavinnslu í InDesign hugbúnaðinum frá Adobe.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

1.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fróðleikur

Hlaðvörp

Er auðvelt að finna fyrirtækið þitt á netinu?...

Óli Jóns, framkvæmdastjóri MCM á Íslandi er hér í fróðlegu spjalli um leitarvélar og hvað hægt er að gera til að tryggja að þú og þitt...
Hlaðvörp

Kaffispjall um fræðslustjóra að láni

Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri Isavia, fær hér Ragnar Matthíasson ráðgjafa í kaffispjall um verkefnið Fræðslustjóri að láni.
Hlaðvörp

Ungir bakaranemar í 4. sæti á...

Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson.
Hlaðvörp

Enginn stuðningur við myndhöfunda á Íslandi

„Sálin sem býr í pappírnum veldur því að bækur eru enn að seljast þó við séum löngu komin með tækni sem gerir þær óþarfar uppi í hillu. Það...
Myndskeið

Mannauðsmál - einelti og áreitni

Íris Sigtryggsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir fjalla um einelti og áreitni á vinnustöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband