Fallegt og spennandi umbrot gleður og vekur áhuga. Birna Geirfinnsdóttir fer yfir kjarnann í hugmyndum Jost Hochuli sem fella mætti undir hugtakið fínleturfræði. Fínleturfræði fæst við grunneiningar umbrots, bókstafi, stafabil, orð, oðabil, línur, línubil og dálka.
Hönnuðir þurfa að skila prentgögnum sem prenthæfum PDF-skjölum við prentun. Því miður er oft misbrestur á frágangi slíkra skjala með tilheyrandi aukakostnað og töfum í framleiðslu. Á þessu námskeiði er farið í gegnum atriði til að nálgast á endanum fullbúið skjal til prentunar. Algeng mistök í skilum á prentefni og hvernig má koma í veg fyrir þau. Þá er í hverjum þætti námskeiðsins farið yfir góð samskipti við viðskiptavini. Tveir sérfræðingar koma að námskeiðinu, allir með sérþekkingu á sínu sviði þegar kemur að frágangi prentgagna enda eru áherslur misjafnar eftir því um hvers konar prentgrip er að ræða. Farið verður í eftirfarandi þætti: Undirbúningur á prentverki og skoðun gagna. Grunnatriðin. Áhersluatriði við frágang á umbúðum til prentunar. Litir mynda, áhrif pappírs á liti, upplausn mynda, litablöndur, lakk og sérlitir. Skilgreiningar á stansateikningum, upphleypingum, lökkun og fleira. Lokaskoðun prentgagna. Hvað þarf að hafa í huga? Er verkið í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Hvernig á að hátta samskiptum við viðskiptavini til að byggja upp traust og tryggja farsæla framleiðslu.
Grunnatriði í gerð hreyfimynda með Adobe After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig verður farið í möguleika annarra forrita, svo sem Figma og hvernig má nýta það í gerð hreyfihönnunar t.a.m. vefborða.
Grunnatriði og þróun í umbroti og ritstjórn rafrænna tímarita. Möguleikar og nýjungar í uppsetningu rafrænna tímarita á alþjóðavísu. Hvaða hugbúnaður er vinsæll. Farið yfir grunnatriði í vönduðum vinnubrögðum sem einkenna ritstjórn tímarita. Þátttakendur setja upp eigið veftímarit og kennslan byggist á æfingum og verkefnum. Kennari er Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og útgefandi, auk gestakennara.
Gerð þrívíddar-hreyfimynda með After Effects og Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.
Á þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna og framleiða umhverfisvænar umbúðir. Kolefnissporið, íslensk lög og reglugerðir, gæðamál og vottanir.
Umbúðir eru mikilvægt sölu- og markaðstæki. Á þessu námskeiði er farið í undirstöðuþætti í markaðsfræði sem snúa sérstaklega að umbúðum.
Sérþekking á ferlinu er lykilatriði í því að geta tekið réttar ákvarðanir sem hönnuður eða stjórnandi þegar kemur að hönnun og framleiðslu umbúða. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í framleiðsluferli umbúða úr karton og pappa, farið yfir tímaáætlanir og framlegð, gefin innsýn í starf keyrslumenna í Heidelberg-prentsmiðju og skoðaðar nýjungar á markaði á borð við það að fá umbúðir í áskrift.
Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis verkfæri í Photoshop fyrir lengra komna og lögð áhersla á tól og val í forritinu sem byggja á gervigreind.
Hvaða mikilvægu þætti þarf að hafa í huga í grafískri hönnun umbúða. Rannsóknarvinna hönnuðar og nauðsynlegar upplýsingar. Kassa- og formteikningar og algeng mistök.
Hvernig verður umbúðaformið til og hvaða verkfæri þarf formhönnuður að nota við vinnu sína?
Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði í vinnslu ljósmynda frá upphafi til umbrots.
Í þessu hagnýta og stutta vefnámskeiði sýnir Sigurður Ármannsson hönnuður hvernig má búa til einfaldan, þríbrotinn bækling í Indesign.
Örnámskeið um textavinnslu í InDesign hugbúnaðinum frá Adobe.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00