Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Nýtt

Umbúðahönnun og framleiðsla með KASEMAKE

Á þessu námskeiði kennir sérfræðingur í KASEMAKE á almenna eiginleika og virkni forritsins. Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum og fagfólki sem vinnur nú þegar í forritinu í forvinnslu og hönnun umbúða. Námskeiðið er kennt í fjarnámi og er kennt á CAD hugbúnaðinn KASEMAKE

Nýtt

Vinnusmiðja í klippingu myndskeiða með Premiere

Hvað þarf að hafa í huga við klippingu myndskeiða og hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í huga við vinnslu þeirra? Á þessu námskeið verður farið í hefðbundið vinnuferli í Adobe Premiere frá klippingu til eftirvinnslu og frágangs undir leiðsögn fagmanns með góða reynslu af slíkri vinnu. Allir þátttakendur fá aðgang að vefnámskeiði sem kennir grunnatriðin í Premiere áður en vinnusmiðjan hefst.

Fjarnámskeið

Myndvinnsla með gervigreind-vinnusmiðja

Á þessu námskeiði er byggt ofan á grunn í myndvinnslu með gervigreindartækni og farið dýpra í skipanir í verkfærum á borð við MidJourney, Dall-e, StableDiffusion og Photoshop.

Staðnám (fjarnám í boði)

Lærðu að búa til gagnvirkt viðmót frá grunni með því að nota eitt öflugasta og skilvirkasta hönnunartól sem er á markaðnum: Figma. Hæfni til að samræma og vinna með teyminu þínu í rauntíma er orðin nauðsyn innan hönnunarheimsins. Figma gerir þér kleift að gera einmitt það í hvaða stýrikerfi sem er og í rauntíma. Þess vegna er Figma orðið nauðsynlegt tól fyrir hönnuð eins og Steinar Júlíusson. Í þessu stutta námskeiði hjá Iðunni fræðslusetri leiðir Steinar þig í gegnum króka og kima þessa forrits frá grunni. Lærðu að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót í gegnum hagnýtar gerðir sem þú getur unnir með teyminu þínu og prófað á notendum.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Einfaldlega InDesign

Hér kennir Sigurður Ármannsson hönnuður leikum jafnt sem lærðum á InDesign umbrotsforritið frá Adobe.

Umbúðir grunnur

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Formhönnun umbúða

Hvernig verður umbúðaformið til og hvaða verkfæri þarf formhönnuður að nota við vinnu sína?

Fjarnám

Hvaða mikilvægu þætti þarf að hafa í huga í grafískri hönnun umbúða. Rannsóknarvinna hönnuðar og nauðsynlegar upplýsingar. Kassa- og formteikningar og algeng mistök.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

5.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Á þessu námskeiði er farið ítarlega í framleiðsluferli umbúða úr karton og pappa, farið yfir tímaáætlanir og framlegð, gefin innsýn í starf keyrslumenna í Heidelberg-prentsmiðju og skoðaðar nýjungar á markaði á borð við það að fá umbúðir í áskrift. Sérþekking á ferlinu lykilatriði í því að geta tekið réttar ákvarðanir sem hönnuður eða stjórnandi þegar kemur að hönnun og framleiðslu umbúða.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

5.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnám

Á þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að hanna og framleiða umhverfisvænar umbúðir. Kolefnissporið, íslensk lög og reglugerðir, gæðamál og vottanir.

Lengd

...

Staðsetning


Fullt verð:

5.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

1.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Við þökkum félagsfólki okkar kærlega fyrir þátttökuna á Bransadögum sem voru helgaðir nýsköpun í ár. Þau ykkar sem komust ekki til okkar í ár getið horft á upptökur fyrirlestra fjölda fagfólks sem kom til okkar og deildi þekkingu sinni og reynslu.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband