Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar
Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við Kristjönu Guðbrandsdóttur í hlaðvarpinu Bókaást á milli þess sem þær vöktuðu skipasiglingar með jólabækur í símanum.
„Líf bóksala er ekki á línulegum tíma,“ útskýrir Anna Lea.
Þær Dögg og Anna Lea eru líkega með uppteknari bóksölum landsins. Þær ritstýra bókum og skrifa bækur, þýða bækur og halda myndlistarsýningar og námskeið í bókabúðinni. „Já og svo er bókabúðin líka bar!“ Segja þær og segja frá ævintýrum sínum og hvers vegna það eru engar líkur á því að bókabúðir hætti að vera til.