Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Fæðuofnæmi

Markmiðið með námskeiðinu er fræðsla um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu fyrir þau sem glíma við fæðuofnæmi. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og á námskeiðinu er farið yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. Verklegi hlutinn, seinni daginn, felur í sér eldun og bakstur ýmissa rétta og útfærsla uppskrifta á mismunandi máta eftir því hvaða ofnæmi er um að ræða.

Nýtt

Food for Thought - um sjálfbærni í veitingahúsum

Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir til að auka sjálfbærni í veitingahúsum og matsölustöðum. Fjallað er um aðgengilegt kennsluefni og verkefni sem tengist viðfangsefninu s.s. um framleiðslu matvæla, um matarsóun, um lífsstíla, strauma og stefnur sem hafa áhrif á matarmenningu, um uppruna hráefnis, mataráfangastaði og fl. Námsefnið er aðgengilegt á vefnum sjá: http://foodforthoughteu.com/icelandic-resources/

Grænmetisréttir - eldað úr öllu

Markmið námskeiðsins er að auka færni í gerð fjölbreytilegra grænmetisrétta í bland við annan mat Áhersla er lögð á aukna vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum. Áherlsla er lögð á nýtingu hráefnis, fjölbreytni í matseld og tækifæri til að draga úr matarsóun. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum um tækifæri í matseld. Sýnikennsla og smakk.

Staðnám

Markmið námskeiðsins er að auka leikni og tækni þátttakenda í að brýna hnífa með japanskri aðferð. Farið er yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa. Unnið er með 15 - 20 cm langa hnífa og best er að nota Santoku eða Chef‘s hnífa. Brýningarsteinn fylgir með námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Progastro.

Lengd

...

Kennari

Óskar Kettler

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

10.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Markmið námskeiðsins er að auka leikni og tækni þátttakenda í að brýna hnífa með japanskri aðferð. Farið er yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa. Unnið er með 15 - 20 cm langa hnífa og best er að nota Santoku eða Chef‘s hnífa. Brýningarsteinn fylgir með námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Progastro.

Lengd

...

Kennari

Óskar Kettler

Staðsetning

Hótel- og matvælaskólinn

Fullt verð:

10.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Staðnám

Markmið námskeiðsins er að efla færni og þekkingu þátttakenda á vínum og á vínfræði. Á námskeiðinu eru þjálfaðar kerfisbundnar aðferðir við vínsmökkun og greiningu á vínum. Þjálfuð fagleg framreiðsla á vínum og hagnýtri vínfræði. Fjallað er um áhrif umhverfis á vínþrúgur og ræktun þeirra, á þroskun vína og áhrif víngerðar á yfirbragð og gæði vína. Fjallað eru um geymslu vína, hitastig o.s.frv. og pörun vína með mat. Á námskeiðinu verða smökkuð 12 vín.

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning


Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Markmið námskeiðsins er að auka færni starfsfólks að setja upp fjölbreytta, ferska og bragðgóða salatbari. Á námskeiðinu er farið yfir meðhöndlun hráefnis, hugmyndir kynntar um hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað um samsetningu á hráfæðissalötum, vegan salöt og almennt um góða nýtingu á hráefni og fl. Námskeiðið er á formi sýnikennslu og byggir á virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í námskeiðinu og mikið smakk.

Lengd

...

Kennari

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

10.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband