Á námskeiðinu er fjallað um helstu vínþrúgur, um ræktun og framleiðslu vína. Farið yfir mismunandi vínstíla, um geymslu á vínum og framreiðslu þeirra. Greining á einkennum vína og vínsmakk. Kennslan fer fram á ensku.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni við að setja upp fjölbreytta, ferska og bragðgóða salatbari. Farið er yfir meðhöndlun hráefnis, hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað er um samsetningu á hráfæðissalötum, vegan salöt og almennt um góða nýtingu á hráefni og fl. Námskeiðið er á formi sýnikennslu og byggir á virkri þátttöku.
Markmiðikð námskeiðsins er að vekja athygli á íslenskum jurtum og nýtingu þeirra í matargerð.
Í námskeiðinu er fjallað um hráverkun á spægipylsum, hráskinku og öðrum samsvarandi vörum. Fjallað er um aðferðafræði og verkunarferil hráverkaðrar vöru.
Í námskeiðinu er fjallað um ávinninginn af góðri meðhöndlun sláturdýra á gæði afurða. Fjallað er um kjötmat þ.e.a.s flokkun skrokka eftir kyni, aldri, holdfyllingu og fitu. Vefnámskeið Matís
Fjallað er um hlutun og skiptingu á skrokkum og mareneringu á kjöti sem framleiðsluaðferð. Vefnámskeið Matís
Í námskeiðinu er fjallað um söltun og reykingu. Fjallað er um hlutverk matarsalts í matvælum, um reykingu og verkunaraðferðir við reykingu, bragðeinkenni og útlit. Vefnámskeið Matís
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á leiðum og aðferðum til að halda skaðlegum örverum í skefjum og tryggja öryggi matvæla. Vefnám Matís
Markmið vefnámskeiðsins er að lýsa framleiðslu og eimingu á sterku víni. Fjallað er um áhrif umhverfisþátta á framleiðslu, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja.
Markmið námskeiðsins er að kynna sögu, uppruna og gerð samtals níu klassískra kokteila.
Fjallað er um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00