Markmið námskeiðsins um vínsmakk er að kynna grunnþætti víngerðar, að greina upplýsingar á vínflöskum. Farið er yfir grunnþætti í vínsmökkun og pörun víns með mat. Á námskeiðinu smökkum við vínið Montes Alpha Cardonnay sjá meðfylgjandi tengil á Vínbúðina https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=06520/ Þátttakendur mæta með vínið, vínglas, hvítt blað eða hvíta servettu og spýttubakka.
Markmið námskeiðsins er að auka færni starfsfólks að setja upp fjölbreytta, ferska og bragðgóða salatbari. Á námskeiðinu er farið yfir meðhöndlun hráefnis, hugmyndir kynntar um hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað um samsetningu á hráfæðissalötum, vegan salöt og almennt um góða nýtingu á hráefni og fl. Námskeiðið er á formi sýnikennslu og byggir á virkri þátttöku og umræðum þeirra sem taka þátt í námskeiðinu yfir netið.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á innra eftirliti í eldhúsum, HACCP, s.s persónulegu hreinlæti, þrifum, vörumóttöku, á meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, á kjarnhita, á örverum og vexti þeirra í matvælum, krossmengun og fl.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á innra eftirliti í eldhúsum, HACCP, s.s persónulegu hreinlæti, þrifum, vörumóttöku, á meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, á kjarnhita, á örverum og vexti þeirra í matvælum, krossmengun og fl. Námskeiðið fer fram á ensku.
Markmið námskeiðsins er að auka leikni og tækni þátttakenda í að brýna hnífa með japanskri aðferð. Farið er yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa. Unnið er með 15 - 20 cm langa hnífa og best er að nota Santoku eða Chef‘s hnífa. Brýningarsteinn fylgir með námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Progastro.
Markmið vefnámskeiðsins er að kynna nánar framleiðslu og eimingu á sterku víni. Um áhrif umhverfis, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vodka og vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja.
Áhugaverðan umfjöllun um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum. Fjallað er um einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu landanna.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00