Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Raki og mygla í húsum 1

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.

PAGO byggingarkubbar

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA

Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Auglýsingakerfi Facebook

Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

+ Fleiri námskeið

Bókaást

Hlaðvörp

Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar 

Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við...
Hlaðvörp

Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? 

Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu...
Hlaðvörp

Magnað ferðalag sem hófst á flugsýningu í...

Kjartan Hreinsson, grafískur hönnuður, segir frá bókinni um Óla K. blaðaljósmyndara

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband