Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Áhættumat

Á námskeiðinu er farið yfir hvað vinnuverndarlögin og reglugerðir segja um áhættumat. Uppbygging áhættumatsins og hugmyndafræði þess er útskýrð. Kennd er einöld og markviss aðferð til að gera áhættumat en hún heitir ,,sex skref við gerð áhættumats". Aðferðin byggist á notkun gátlista og eyðublaða frá vinnueftirlitinu.

Endurnotkun byggingarefna

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði. Markmið þess er að kynna þátttakendum hvernig nýta megi byggingarefni sem falla til við breytingar á húsnæði og niðurrif eldri bygginga. Farið verður í gegnum aðferðir við að fjarlægja byggingarefni og valda með því sem minnstum skemmdum. Fjallað verður um meðhöndlun, geymslu og flutninga á byggingarefni sem til stendur að endurnýta. Kynntar verða hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar og rætt um helstu áskoranir varðandi endurnýtingu. Sýnd verða dæmi af nýlegum verkefnum við niðurtöku á byggingarefni. Leiðbeinendur eru Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð og Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar.

Fjarnámskeið

Endurmenntun atvinnubílstjóra - Fagmennska og mannlegi þátturinn ENSKA/ENGLISH

Do you need to renew your commercial driving license?

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Auglýsingakerfi Facebook

Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

+ Fleiri námskeið

Bókaást

Hlaðvörp

Fólk segist ekki nenna að eiga bækur á...

Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur haslar sér völl sem rithöfundur
Hlaðvörp

Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar 

Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við...
Hlaðvörp

Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? 

Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu...
Hlaðvörp

Magnað ferðalag sem hófst á flugsýningu í...

Kjartan Hreinsson, grafískur hönnuður, segir frá bókinni um Óla K. blaðaljósmyndara

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband