Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Forritun á iðnaðarþjörkum

Forritun á iðnaðarþjörkum - Grunnnámskeið Flokkur: Endurmenntun Forritun á iðnaðarþjörkum - Grunnnámskeið (STÝR08ROBOT) Kennt er á þjarka frá Fanuc. Nemendur taka fyrstu skrefin í heimi forritunar á þjörkum. Farið verður yfir uppbyggingu forrita og hvernig byggja má upp sjálfvirk kerfi sem stjórnað er með þjarka. Nemendur búa til nokkur einföld forrit þar sem helstu grunnatriði forritunar eru prófuð. Það er gert í þjarka hermi sem er tölvuforrit frá Fanuc og heitir Roboguide. Í lok námskeiðisins er forrit tekið niður á USB minnislykil sem er hlaðið inn á raunverulegan þjark af gerðinni Fanuc LR-Mate 200iD/4S. Forkröfur/undanfari: Góð almenn tölvuþekking, þátttakendur þurfa ekki að þekkja til forritunar eða hafa forritað áður

Vinnuvélar – frumnámskeið

Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að nota vinnuvélar og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Snjallheimilið á 21. öld

Að byggja upp snjallheimili er spennandi ævintýri, góð leið til að bæta við nýjustu tækni og hanna rými. Ljós kvikna þegar þú vilt, í litunum sem þú kýst, uppáhaldstónlistin spilar í herbergjum, kerfið veit hvenær það er kominn tími til að fara í vinnuna og/eða vakna – lásar, myndvélar og skynjarar fylgjast með heimilinu á meðan þú sefur eða í vinnunni, hvort sem þú ert þú ert nætur ugla eða morgunhani. Með nýjum sérsniðnum kerfum, eins og snjöllum viðbótum og innbyggðum snjallöryggiskerfum, getur kerfið aðstoðað þig að spara pening á rafmagns eða vatnsreikningum ásamt því halda þér öruggum allan sólarhringinn. Í dag hefur húseigandinn úr svo mörgu að velja þegar kemur að því að velja réttu snjallheimilislausnina. Þeir þurfa hjálp við að skilja hvernig öll þessi tækni virkar til að ákvarða hvaða vörur/þjónustu þú þarft til þess að leysa verkefnið. Á þessu námskeiði förum við yfir það helsta sem er í vali á markaðnum í dag og skoðum kosti og galla ýmissa kerfa ásamt því að kynnast þeim nokkrum aðeins nánar.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Fjarnámskeið

Bjór og bjórgerð

Á námskeiðinu er fjallað um bjór, um bjórgerð, bjórsögu og um pörun á bjórs við mat.

Brögð og brellur í Microsoft ToDo

Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.

Hagnýt ráð í Outlook

Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.

+ Fleiri námskeið

Fróðleikur

Fræðslumolar

Ég vildi frekar fá að vinna með höndunum

Gríma Katrín Ólafsdóttir, nemi í gull- og silfursmíði var svo heppin að stunda starfsnám á verkstæðinu hjá Jens í sumar.
Fræðslumolar

Danfoss Ally snjallstýring

Örn Ingi frá Danfoss hf. kynnir hér Ally snjallstýringuna fyrir ofna og gólfhitakerfi
Fræðslumolar

LearnCove - þjálfun og fræðsla

LearnCove er íslenskt sprotafyrirtæki sem undanfarin fimm ár hefur þróað samnefnt námsstjórnarkerfi.
Myndskeið

Markaðsmál - Google auglýsingakerfið

Google er ekki aðeins stærsta leitarvél í heimi heldur eitt öflugasta auglýsingakerfi sem völ er á, þ.e. ef þú kannt að nota það.
Myndskeið

Nýsköpun er ekki afurð heldur sköpunarferli

Tryggvi Thayer er kennsluþróunarstjóri á menntavísindasviði Háskóla Íslands og er með doktorsgráðu í menntunarfræði. Hann hefur sérhæft sig...

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband