Fréttir og fróðleikur
Vinna í votrými, norska leiðin
Gervigreind og hegðunarmynstur í Unreal Engine
Um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn
IÐAN fræðslusetur hefur framleitt þrjú fræðslumyndskeið um heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Árið 2020 náði Ísland merkilegum áfanga þegar kemur að nýskráningum nýorkubíla en 57,9% allra nýskráninga fólksbíla voru nýorkubílar (Rafmagn, tengiltvinn, hybrid og metan).
„Ég held að umbúðir framtíðarinnar verði meira gagnvirkar, tæknin hefur fyrir löngu smeygt sér inn í umbúðahönnun,“ segir María Manda umbúðahönnuður og kennari á prent- og miðlunarsviði IÐUNNAR. María Manda hefur undanfarið unnið að nýjum og áhugaverðum vefnámskeiðum um umbúðahönnun og segir frá bakgrunni sínum og áherslum.
Emil Grímsson framkvæmdastjóri Arctic Trucks hefur verið lengi í bransanum og séð fyrirtækið þróast í það að vera eitt fremsta í heiminum í sínum geira. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast um leið mikillar nákvæmni.
Hér er upptaka af síðasta kynningarfundi um raunfærnimat þar sem Edda Jóhannesdóttir fagstjóri náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR fer yfir ferlið í heild sinni.
„Það var svo merkileg upplifun að læra eitthvað sem ég hafði enga trú á mér í og finna síðan að ég hefði þó nokkra færni eftir bara nokkra tíma!“ Segir Hólmfríður Hafliðadóttir sem sótti námskeið Steinars Júlíussonar í Hreyfihönnun á prent -og miðlunarsviði hjá IÐUNNI í vetur.
Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í mars 2021. Námskeiðið er kennt í fjarkennslu.