Allt um gluggaísetningar við íslenskar aðstæður

Bergþór Ingi Sigurðsson byggingatæknifræðingur skrifaði BSc ritgerð við HR um aðferðir til ísetningar og þéttingar meðfram gluggum og hurðum.

Bergþór Ingi Sigurðsson, byggingatæknifræðingur
Bergþór Ingi Sigurðsson, byggingatæknifræðingur

    Í ritgerðinni fjallar hann um kröfur, leiðbeiningar, þróun, aðferðir og algeng mistök sem gerð eru við ísetningar á gluggum.

    Í náminu hjólaði Bergþór alltaf fram hjá Valsreitnum og tók þá eftir að þeir verktakar sem þar unnu voru allir með sína aðferð við að setja gluggana í. Enginn þeirra gerði þetta eins. „Mér fannst það áhugavert og í raun skringilegt“ segir Bergþór og það vildi ég skoða betur.

    Hér fer hann m.a. yfir þær kröfur sem gerðar eru til glugga  Íslandi og hvort að þeir þoli álag frá íslenskri veðráttu. Rigning, vindur og þrýstingur hafa gríðarleg áhrif á glugga ásamt verðurbreytingum segir hann. Bergþór talar sérstaklega um eins þrepa og tveggja þrepa þéttingu og segir að algengt sé að misskilningur ríki í þeim efnum. Þetta og margt fleira í hlaðvarpi vikunnar hjá Augnabliki í iðnaði.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband