Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Stafrænar lausnir í iðnaði
Frumkvöðlahugsun að breyta rekstri í hönnun
Sjálfbærni er sjálfsögð og almenn krafa...
Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri og annar eigandi prentsmiðjunnar Prentmets Odda mætti í hlaðvarpið Augnablik í iðnaði og ræddi um tækifæri í umhverfisvænum íslenskum prentiðnaði, mikilvægi þess að þjónusta landsbyggðina, pappírsskort á heimsvísu og framtíð bókaprentunar hér á landi.
„Ég held að á Norðurlöndum sé hlustun á bækur orðinn þriðjungur af lestri á almennum markaði,“ segir Halldór Guðmundsson rithöfundur, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi til fjöldamargra ára.
Guðmundur K. Jónsson er húsasmiður og borgarskipulagsfræðingur. Honum fannst vanta samræmda gátt til að hægt væri að fylgjast með og fá upplýsingar um framkvæmdir í byggingariðnaði.
Sveinn Hannesson er vélaverkfræðingur sem ákvað að færa sig yfir í tölvugeirann. Sveinn er framkvæmdastjóri Crayon á Íslandi og veitir, ásamt starfsfólki sínu, fyrirtækjum og stofnunum viða um heim ráðgjöf um hugbúnaðarmál.
Þetta segir Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Þröstur hefur leitt starfræna umbreytingu hjá borginni síðastliðin ár.
Vignir Örn Guðmundsson, rekstrarstjóri vöruþróunnar hjá CCP fyrir Eve Online, mætti til okkar í Augnablik í iðnaði að spjalla um tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi.
Hvers vegna hætti IKEA að prenta vörulista sinn sem hefur komið út frá árinu 1951? Kristján Schram markaðsráðgjafi er gestur í kaffispjallinu í Augnabliki í iðnaði og rýnir í ákvörðun IKEA og þróun í útgáfu markaðsefnis
- 12