Stafrænar lausnir í iðnaði

Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, er sannfærð um að stafrænar lausnir eigi erindi við fyrirtæki í iðnaði.

  • Fjórða iðnbyltingin

Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi kemur í ljós að lítil og meðalstór fyrirtæki eru styttra á veg komin við innleiðingu stafrænna lausna en þau stærri. Eva bendir á að þær niðurstöður séu í samræmi við þann raunveruleika sem hún upplifi í starfi sínu. Iðnfyrirtæki eru einnig misjafnlega á veg komin. „Byggingariðnaðurinn er að koma verst út í þessu hjá okkur en einnig veitinga- og gististaðir“ segir hún. Það kemur okkur hjá Iðunni á óvart en Eva bendir á að hraðinn í þessum greinum sé mikill og það skorti ekki endilega lausnir heldur að virkja fólk til að nota þær.

Hlutverk Stafræna hafniklasans er að hjálpa fyrirtækjum til þess að sjá og greina möguleika á stafrænni umbreytingu. Stafræni hæfniklasinn er aðgengilegur öllum fyrirtækjum og Eva leggur áherslu á að þau séu óháðir aðilar sem eru ekki að reyna að selja neinar töfralausnir. Hún bendir á að fyrirtæki einblíni oft á ákveðnar tæknilausnir sem eigi að leysa ýmis verkefni en gleyma að gera það í takt við stefnu fyrirtækisins. Þá vill hún meina að huga þurfi vel að því hvernig eigi að virkja mannauð fyrirtækisins. Slæmt sé að fjárfesta í tæknilausnum ef ekki er vilji eða kunnátta innan fyrirtækisins til að nota lausnirnar.

Til þess að greina stafræna hæfni starfsmanna er hægt að gera könnun með stafræna hæfnihjólinu sem er aðgengilegt hér

Þetta snýst um að „nýta gögn til að taka góðar ákvarðanir“ segir Eva „reynum því að hafa þetta spennandi og skemmtilegt og sjá hvað þetta getur gert fyrir okkur.“ 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband