Stafræn umbreyting snýst um samskipti og fólk

Þetta segir Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Þröstur hefur leitt starfræna umbreytingu hjá borginni síðastliðin ár.

Þröstur Sigurðsson
Þröstur Sigurðsson

Enginn vissi neitt í byrjum hvernig við ættum að gera þetta segir Þröstur, en við vissum markmiðið. Við vildum geta fært þjónustuna nær borgarbúum með því að bjóða upp á aukna sjálfsafgreiðslu. Tilraunaverkefnin gengu vel og þau fengu jákvæð viðbrögð. Það var mjög hvetjandi segir hann. 

Stafræn umbreyting snýst ekki bara um tölvur og tækni og forritun segir Þröstur. Þetta er ekki eins hræðilegt og maður heldur því í raun snýst þetta um samskipti og fólk. Stafrænn leiðtogi fyrirtækisins er sá sem að leiðir allt saman. Hann þarf alls ekki að finna upp hjólið en er sameiningartákn.

Í þessu fræðandi hlaðvarpi útskýrir Þröstur hvað er stafræn umbreyting, hvernig slíkt ferli byrjar og hvað getur mögulega farið úrskeiðis. Þetta eru hollráð fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur eða hyggja á starfræna umbreytingu í sínu vinnuumhverfi.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband