Fréttir og fróðleikur
Ektafiskur
Sveinsbréf afhent í átta iðngreinum
Iðan fór á vettvang á keppni Arctic Challenge á Akureyri en keppt var í matreiðslu, kokteilagerð og kjötiðn. Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá tilurð samtakanna og keppninni sjálfri.
Iðan fræðslusetur fór á vettvang í Kælitækni og hitti Elís H. Sigurjónsson, tæknistjóra fyrirtækisins. Elís segir frá kolsýru-kælikerfi sem fyrirtækið hefur verið að þróa. Kerfið er umhverfisvænt og kælimiðillinn íslenskt hráefni. Tæknin hefur gefið góða raun þegar kemur að nýtni og viðhaldi og getur verið að spara allt að 60% í orkunotkun.
Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins VHE að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.
Nemendur í tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki byggja hús frá grunni og setja í þau innréttingar í nánu samstarfi við atvinnulífið. Iðan fór á vettvang og ræddi við Óskar Már Atlason, deildarstjóra Tréiðnaðardeildar FNV:
Glæsilegur hópur nýsveina fékk sveinsbréfin sín afhent í Hofi 11. apríl sl.
Við leitum að öflugum framkvæmdastjóra í stjórnunar- og leiðtogastarf hjá Iðunni fræðslusetri.