Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Notaði krísur til að efla reksturinn
Er þín viðskiptalausn í skýinu?
Tví- og þrívíddarhönnun með AutoDesk...

Hjalti Karlsson er grafískur hönnuður sem hefur notið mikillar velgengni á Manhattan þar sem hann rekur hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker ásamt vini sínum. Hjalti ræddi við Grím Kolbeinsson í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði um bakgrunn sinn, reksturinn í New York, verkefnavinnu sína fyrir stærstu fjölmiðla heims og sýn sína á þróun prent- og miðlunargreina.

Jón Heiðar Ríkharðsson vélaverkfræðingur starfar á Iðnaðarsviði EFLU. Hann hefur unnið greiningar á sviði framtíðarlausna í orkuskiptum og er hér í afar fróðlegu spjalli um rafeldsneyti og möguleika þess.

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er svokallaður stígvéla-líffræðingur, sem þýðir að hún vinnur ekki á rannsóknarstofu heldur er hún úti á örkinni.

Jóhann Freyr Sigurbjarnason kjötiðnaðarmaður er hér í skemmtilegu viðtali við Ólaf Jónsson sviðstjóra matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, en Jóhann á sæti í landsliði kjötiðnaðarmanna sem stefnir á heimsmeistarakeppnina í kjötskurði.

Svanur Karl Grjetarsson húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri MótX er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson, sviðsstjóra bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR um sveinspróf.

Dóra Sif Tynes lögmaður er sérfræðingur í persónuvernd. Við litum í heimsókn til hennar í lögmannsstofuna Advel lögmaður til að fræðast betur um persónuvernd í stafrænum heimi.

„Við erum ekki komin að lokalaginu á þessu balli,“segir Birgir Jónsson forstjóri Play um íslenskan prentiðnað. Birgir gerir upp bakgrunn sinn í prentinu í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði en um tíma stýrði hann einni stærstu prentsmiðju í Evrópu. Birgir segir mikilvægt að íslenskur prentiðnaður skilji betur þarfir viðskiptavina sinna í umhverfismálum.