Rafeldsneyti og orkuskipti

Jón Heiðar Ríkharðsson vélaverkfræðingur starfar á Iðnaðarsviði EFLU. Hann hefur unnið greiningar á sviði framtíðarlausna í orkuskiptum og er hér í afar fróðlegu spjalli um rafeldsneyti og möguleika þess.

Jón Heiðar Ríkharðsson
Jón Heiðar Ríkharðsson

    Jón Heiðar byrjar spjallið á að segja frá því að rafeldsneyti sé margþætt eldsneyti sem eigi margar uppsprettur. „Hér er verið að reyna að finna eitt samheiti yfir eldsneyti sem hefur það sameiginlegt að vetni er aðal orkuberinn„ segir hann og bætir við að megnið af vetni í heiminum sé ekki rafeldsneyti „því að það kemur úr jarðgasi, eða metani og er svokallað brúnt vetni sem er ekki umhverfisvænt“.

    „Það er skilyrði að vetnið sé rafgreint með rafmagni og að það rafmagn sé framleitt með endurnýtanlegri orku, vindorku, vantsorku eða sólarorku“ segir Jón Heiðar.

    En hvernig er hægt að nota rafeldsneyti og hvaða þátt mun það eiga í orkuskiptum? Jón Heiðar nefnir að það sé mikill munur á því hvort verið sé að tala um iðnvæddar þjóðir eða ekki. Hann nefnir að orkuskipti séu komin miklu lengra hér á landi m.a. í iðnaði og húshitun. „Erlendis er því miklu meiri þörf fyrir rafeldsneyti eins og t.d. ef við horfum á stáliðnað, sementsframleiðslu og áburðaframleiðslu sem eru í dag að nota kol og brúnt vetni“ segir hann.

    Jón Heiðar telur að tækifærin hérlendis í notkun rafeldsneytis sé helst þar sem beint rafmagn dugir ekki til. Þá á hann sérstaklega við um þyngri farartæki þar sem þyngdin á rafhlöðunni er orðin takmarkandi og hleðslutíminn langur. Hann segir að jafnvel þó að hönnun á rafhlöðum sé alltaf að fullkomnari þá dugi það ekki til. Orkufrek farartæki eins og stór skip og flugvélar munu því ekki geta nýtt sér rafmagnið. Hann nefnir því til staðfestingar að vegalengdir séu langar og engin leið til að hlaða með góðu móti.

    Þeir Sigurður Svavar velta upp fjölda spurninga í þessu hnitmiðaða og fræðandi hlaðvarpi.  Er hægt að framleiða rafeldsneyti hér á landi? Er til nægjanleg raforka á Íslandi? Hvað svæði eru best til þess fallin að sinna framleiðslu? Er staða landsins hagkvæm í heimsmyndinni til þess að þjónusta t.d. flugsamgöngur og er rekstrarlegur grundvöllur fyrir því? Þetta og margt fleira  í þessu skemmtilega spjalli um málefni sem skiptir okkur öll máli.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband