Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Kjötiðn og landsliðið
Um sveinspróf
Persónuvernd með Dóru Sif Tynes
„Við erum ekki komin að lokalaginu á þessu balli,“segir Birgir Jónsson forstjóri Play um íslenskan prentiðnað. Birgir gerir upp bakgrunn sinn í prentinu í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði en um tíma stýrði hann einni stærstu prentsmiðju í Evrópu. Birgir segir mikilvægt að íslenskur prentiðnaður skilji betur þarfir viðskiptavina sinna í umhverfismálum.
Starfsumhverfi suðumanna þarf að vera þannig útbúið að það skaði ekki heilsu né valdi óþarfa slysum.
„Þú verður alltaf að hugsa um þetta sem verðmæti en ekki eitthvað ónýtt drasl,“ segir Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri Netparta
Sigurjón Bragi verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Bocuse d‘Or í Búdapest núna í mars. Tiu efstu sætin í Evrópukeppninni ávinna sér rétt til að keppa í aðalkeppninni í Lyon árið 2023.
Stóraukinn áhugi á ljósmyndun hefur gert það að verkum að útgáfa og sala á ljósmyndabókum hefur aukist á síðustu árum. Marteinn Jónasson prentmiðlari gefur innsýn í starf sitt í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði.
Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri og annar eigandi prentsmiðjunnar Prentmets Odda mætti í hlaðvarpið Augnablik í iðnaði og ræddi um tækifæri í umhverfisvænum íslenskum prentiðnaði, mikilvægi þess að þjónusta landsbyggðina, pappírsskort á heimsvísu og framtíð bókaprentunar hér á landi.
Samtök iðnaðarins leggja töluverða vinnu í að keyra á milli byggingasvæða og telja nýbyggingar í smíðum ár hvert