Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Kennslustund í konfekthönnun
Markvisst markaðsstarf fyrir einyrkja í...
Sköpunargleði er lykilþáttur í velgengni...

Guðni Jónsson byggingaverkfræðingur er með trésmíða- og tækninám í grunninn. Í verkfræðináminu heillaðist hann svo að efnisfræði og eins og hann segir sjálfur að þá „tók steypan yfir".

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir er stjórnenda- og rekstrarráðgjafi hjá Projects og hjálpar m.a. fyrirtækjum að ráða réttu starfsmennina.

Eva Michelsen er hugmyndasmiður og frumkvöðull. Hún hefur stofnað deilieldhús þar sem markmiðið er að auka aðgengi, þeirra sem framleða eða hyggja á framleiðsl á matvælum, að vottuðu eldhúsi.

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari ræðir við okkur um loftlagsmál út frá sjónarmiðum matreiðslunnar

Lovísa Jónsdóttir hefur nýlokið námi í viðskiptafræði og fjallar lokaritgerð hennar um jafnlaunavottun. Það kemur ekki á óvart að hún láti kjaramál sig varða, því samhliða starfi sínu sem gæðastjóri, er hún í stjórn VR og varamaður í miðstjórn ASÍ.

Ingibergur Elíasson er enginn nýgræðingur í bílabransanum. Hann hefur starfað í bíliðngreinum í mörg ár og fer hér yfir þróun fagsins síðustu ár.

Augnablik í iðnaði heimsótti nýlega Harald Baldursson í HB tækniþjónustu til að fræðast um skaðlausar prófanir á málmsuðu.