Hamfarahlýnun í hádegismat

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari ræðir við okkur um loftlagsmál út frá sjónarmiðum matreiðslunnar

Umhverfismál eru nátengd flokkun á rusli í hugum margra en eru auðvitað miklu meira en það. Matvælaframleiðsla í heiminum er t.a.m. ábyrg fyrir losun 1/3 af gróðurhúsalofttegundum. 

Á vesturlöndum er ofneysla á kjöti og dýraafurðum og við þurfum að sveigja af þeirri leið að mati Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara. Vandamálið er ekki síst það, að um 80% ræktaðs lands fer í að rækta fóður fyrir dýr sem svo skaffa okkur 40% af fæðunni. 

Dóra vill samt ekki halda því fram að við eigum öll að gerast grænmetisætur en bendir á að það væri t.d. gott fyrsta skref að fara eftir ráðleggingum Landlæknis, þ.e. að borða ekki nema 70gr af kjöti á dag. Hlustaðu á þetta sérlega áhugaverða hlaðvarp.

Þú getur hlustað og gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband