Vefnámskeið í prent- og miðlunarefnum
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölda vefnámskeiða á öllum sviðum.

Auglýsingakerfi Facebook
Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Einfaldlega InDesign
Hér kennir Sigurður Ármannsson hönnuður leikum jafnt sem lærðum á InDesign umbrotsforritið frá Adobe.

Umbúðir grunnur
Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.