Komdu auga á möguleikana
Möguleikar prentverks er margvíslegir. Fyrst og fremst er miðillinn einkar sjálfbær og fjölbreyttur. Það gleymist oft hvað hægt er að gera skemmtilega hluti með pappír. Við fengum til liðs við okkur auglýsingastofuna Kontór Reykjavík og prentsmiðjuna Odda. Hönnuðirnir hjá Kontór komu með skemmtilega hugmynd þar sem notaðar voru þrjár mismunandi filmur, rauð, græn og blá til að sjá mynd á mismunandi hátt. Með þessu móti birtast þrjá mismunandi myndir í raun. Oddi prentaði og verkið var síðan sett saman hjá Múlalundi.
Allir félagsmenn Grafíu og FÍT fengu prentgripinn sendan. Markmiðið er að benda félagsmönnum okkar og öllum þeim sem geta notað prentverk, á þá óteljandi möguleika sem sá miðill býr yfir. Gert var myndband sem lýsir ferlinu á skemmtilegan hátt. Myndbandið var unnið af Eventafilms.