Prent- og miðlunargreinar
Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.
Námskeiðið Hagnýtar gervigreindarlausnir er í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Iðan fræðslusetur býður félagsfólki sínu námskeiðið á niðurgreiddu verði. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kynna fjölbreyttar leiðir til að nýta ChatGPT. Þátttakendur fá góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn á möguleikum forritsins í fjölbreyttum verkefnum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist nægan skilning til að yfirfæra sína þekkingu á eigin verkefni í lífi og starfi.
Lengd
...Kennari
Kennarar háskólansStaðsetning
Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hvernig nýta hönnuðir sér Illustrator og hvernig spilar forritið saman við önnur Adobe-forrit? Hver er þróunin í notkun þess með tilkomu gervigreindar og hvaða skemmtilegu möguleika býður forritið upp á í hönnunarvinnu? Þessum spurningum mun Björn Þór Björnsson margreyndur grafískur hönnuður svara. Hann fer yfir nýjustu útgáfu Illustrator og deilir með þátttakendum nokkrum nýlegum verkefnum sem hann vann í forritinu.
Lengd
...Kennari
Björn Þór BjörnssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði er farið í möguleika Illustrator við hönnun á lógó. Grafíski hönnuðurinn Björn Þór Björnsson deilir reynslu sinni við hönnun vörumerkja og notkun Illustrator í hönnunarvinnu.