Prent- og miðlunargreinar
Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.
Á þessu námskeiði er farið í möguleika Illustrator við hönnun á lógó. Grafíski hönnuðurinn Björn Þór Björnsson deilir reynslu sinni við hönnun vörumerkja og notkun Illustrator í hönnunarvinnu.
Lengd
...Kennari
Björn Þór BjörnssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ítarleg kynning á PitStop Pro, öflugu verkfæri fyrir grafíska miðlara sem gerir þeim kleift að yfirfara (preflight), lagfæra og breyta PDF skjölum fyrir prentun. Þátttakendur læra að greina villur í skjölum, leiðrétta sjálfkrafa algeng mistök og tryggja að skrár séu hæfar til prentunar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á skilvirkni í prentferlum með notkun staðlaðra vinnubragða, svo sem leit að villum, skýrslugerð og ritstýringar.
Lengd
...Kennari
Sæmundur Freyr ÁrnasonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeið skoðum við heillandi heim gervigreindar og finnum út úr því hvernig hönnuðir geta nýtt sér öflug tól og nýjar aðferðir í vinnu sinni.