Námskeið í málmsuðu
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölbreytt, verkleg námskeið í öllum tegundum málmsuðu, s.s. námskeið í álsuðu, lóðningum, pinnasuðu, MIG/MAG suðu og TIG suðu.
Einnig er í boði námskeið um sjónskoðun málmsuðu og námskeið fyrir ábyrgðastjóra suðumála.
Næstu námskeið í málmsuðu
Hér má næstu tímasettu námskeiðin í málmsuðu. Iðan býður einnig upp á sérsniðin fyrirtækjanámskeið. Hafðu samband við Hilmar Sigurðsson (hilmar(hjá)idan.is) til að fá frekari upplýsingar.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.