Endurmenntun atvinnubílstjóra
Iðan fræðslusetur hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að halda endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra. Endurmenntunarnámskeiðin byggja á lögum um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum (EES-innleiðing o.fl.).
Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja reglulega endurmenntun.
Fjöldi kennslustunda í endurmenntun skal vera samtals 35 stundir í 7 kennslustunda lotum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Námið samanstendur því af fimm stuttum námskeiðum sem má dreifa á þetta tímabil en verður að vera lokið fyrir endurnýjun ökuskírteinis.
Þrjú námskeið í kjarna taka allir, síðan er val um námskeið (1) eftir því hvort bílstjóri stundar aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga en hann má taka bæði. Að lokum er tekið sérhæft námskeið (1), ef með þarf, þar sem ýmislegt getur komið til greina sem tengist atvinnu bílstjórans.
Þessi þrjú námskeið taka allir:
Veldu annað námskeiðið eða bæði (hvort stundar þú aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga):
Eitt sérhæft námskeið ef þörf er á (þ.e. ef bara annað námskeiðið var valið í valkjarnanum):
Næstu námskeið Iðunnar fyrir atvinnubílstjóra
Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D, farþegaflutningar í atvinnuskyni og í flokki C1 og C, vöruflutningar í atvinnuskyni, skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.
Lengd
...Kennari
Ólafur Kristinn GuðmundssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D, farþegaflutningar í atvinnuskyni og í flokki C1 og C, vöruflutningar í atvinnuskyni, skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.