Eftirréttir og uppsetning fyrir allar árstíðir – Sætt og skapandi masterclass námskeið með eftirrétta meistaranum og Netflix stjörnunni Juan Gutierrez
Um er að ræða þriggja daga meistaranámskeið þar sem eftirréttir og desertkökur eru í aðalhlutverki. Á námskeiðinu verður lagður ítarlegur, faglegur grunnur en áhersla er lögð á verklegar æfingar sem hjálpa þér að öðlast trausta færni og sjálfstraust í eftirréttagerð, hvort sem þú starfar á veitingastað eða í bakaríi. Viltu gera gott enn betra?
Námskeiðið er kennt þrjá daga í röð og er stærsti hluti þess verklegur. Unnin verða fjölbreytt verkefni í anda árstíðanna:
Vetur
- KÓKOS & MONGO MONGO (GLÚTENFRÍTT & VEGAN) Kókos sorbet, Mongo Mongo & kókossvampur
- MOCHI SVART SESAM Mochi svampur, svart sesam pralín og kolaís
- SÚKKULAÐI & PIPARMINTU Súkkulaðimús, Piparmyntu streusel & súkkulaðisvampur
VOR
- JARÐARBER OG RJÓMI Mascarpone-mús, bleikur piparkorns sorbet og jarðarberjasósa
- MANGÓ & KÓKOS (VEGAN) Kókosmús, þjappað mangó og mangó sorbet
- RÓS & LITCHI Rósaþeyttur Ganache, Hindberja Cremeux & Pistasíu svampur
SUMAR
- KISRUBER OG PISTASÍUHNETUR (VEGAN) Pistasíu mús, kirsuberjasvampur og kirsuberja sorbet
- MANDARÍNUR OG PASSION ÁVÖXTUR (GLÚTENFRÍTT) Mandaríunís, vanillu Creme Brûlée & passion ávaxta gel
- SÓLBLÓM OG BÝFLUGUFRJÓKORN sólblóma kaka, býflugufrjókorn og mjólkurís
HAUST
- SMJÖR & POPP Smjörkaka, poppís og sveigjanlegur ganache
- EPLA CIDER OG PECAN HNETUR (VEGAN) Pecan hnetu Pralinee, epla kleinuhringir og epla sorbet
- BYGG OG KARAMELLA Byggbúðingur, Karamellufroða & dökkur bjórís
Kennari á námskeiðinu er meistara kokkurinn Juan Gutierrez. Hann sló í gegn árið 2022 þegar hann varð hlutskarpastur í hinum vinsæla þætti School of Chocolate á Netflix. Gutierrez þykir meðal fremstu og færustu eftirréttameistara heims, enda eru réttirnir hans meira en bara sælgæti - þeir eru matarupplifanir, sem segja sögur.
Í sköpun sinni heiðrar Gutierrez bragð og hefðir hvaðanæva úr heiminum. Hann sækir innblástur til fjölbreyttrar menningar Mexíkó, Ítalíu, Indlands og Bandaríkjanna en hjartað slær þó alltaf sterkast með heimalandi hans, Kólumbíu.
Fyrir utan eldhúsið hefur Juan brennandi áhuga á menntun og leiðsögn. Hann ferðast um allan heim og kennir súkkulaði og eftirréttatækni, sem veitir innblástur fyrir næstu kynslóð eftirrétta kokka.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
07.04.2025 | mán. | 08:00 | 16:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
08.04.2025 | þri. | 08:00 | 16:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
09.04.2025 | mið. | 08:00 | 16:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |