Flokkun á timbri - útlitsflokkun og styrkflokkun
Útlitsflokkun og styrkflokkun
Námskeiðið er um gæði timburs í útliti og styrk ætlað ölum sem vinna með timbur
Markmið þess er annars vegar að nemendur læri hvernig velja á timbur í réttum gæðum fyrir tiltekna notkun og hins vegar hvernig það er flokkað eftir styrkleika. Einnig hvernig eigi að umgangast á timbrið og verja það gegn veðrun.
Í námskeiðinu verður fjallað um timbur unnið úr barrvið og hvernig það er notað í byggingum. Farið verður yfir hvernig timbur er valið og varðveitt og hvaða kröfur er gerðar til gæða þess út frá notkun og byggingarhlutum. Eins verður fjallað um aðferðir til að meta gæði timburs, þ.e. hvernig timbur er flokkað eftir útliti fyrir burðavið eða vélflokka, hvað stýrir tlitsflokkun fyrir byggingartimbur og hvernig efnisgallar eru metnir og áhrif þeirra á gæðaflokkun.
Námskeiðið fer að öllu leyti fram á netinu. Fyrir þau sem vilja öðlast réttindi til að styrkflokka timbur verða haldin próf í húsnæði Iðunnar. Í prófunum er farið í gegnum búnt af óflokkuðu timbri og þátttakendur styrkflokka það. Tímasetningar prófa verða tilkynntar þátttakendum.
Námskeiðsgögn eru þessi:
- Fyrirlestrar Eiríks Þorsteinssonar á myndböndum.
- Gæðafjalir - viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám
- Styrkflokkun timburs Rb blað RBHi 1.01.2 – 1998
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
13.01.2025 | mán. | 08:00 | 14:00 | Fjarnám |