Vefnámskeið í matvæla- og veitingagreinum
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölda vefnámskeiða á öllum sviðum.
Sterk vín
Markmið vefnámskeiðsins er að kynna nánar framleiðslu og eimingu á sterku víni. Um áhrif umhverfis, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vodka og vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja.
Bjór og bjórstílar
Áhugaverðan umfjöllun um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum. Fjallað er um einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu landanna.
Sveppir og sveppatínsla í íslenskri náttúru.
Vilmundur Hansen, grasa- og garðyrkjufræðingur fjalla um helstu sveppi í íslenskri náttúru sem má nýta til matar, söfnun, meðhöndlun og geymslu. Sagt verður frá tíu bestu sveppunum og hvar þá er helst að finna. Einnig verður fjallað um þá sveppi sem ber að varast.