image description

Löggilding mannvirkjahönnuða

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,  verður haldið í apríl og maí 2024 og verður námskeiðið í fjarkennslu. 

Opnað verður fyrir fyrirlestra þriðjudaginn 9. apríl kl. 9.00 og verða þeir opnir til 3. maí kl. 12.00. Námskeiðinu lýkur með prófi föstudaginn 3. maí kl. 9.00 – 12.00. Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs. 

Sótt er um þátttöku á námskeiðinu á mínum síðum á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hms.is.  Þeim skal skilað ásamt fylgigögnum eigi síðar en mánudaginn 1. apíl nk.

Fylgigögn með umsókn eru:

  • afrit af prófskírteini umsækjanda 
  • vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis 
  • vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband