Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Byrjuðu í bílskúr með eina trukkvél
Þrengt að blaðaljósmyndun
Umbrotið nátengt myndlistinni
„Sálin sem býr í pappírnum veldur því að bækur eru enn að seljast þó við séum löngu komin með tækni sem gerir þær óþarfar uppi í hillu. Það er nautn í þessu áþreifanlega,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir mynd -og rithöfundur í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði.
Páll Ketilsson útgefandi Víkurfrétta ræðir við Grím Kolbeinsson um fjölmiðlabakteríuna og útgáfubransann í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði.
Hjalti Karlsson er grafískur hönnuður sem hefur notið mikillar velgengni á Manhattan þar sem hann rekur hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker ásamt vini sínum. Hjalti ræddi við Grím Kolbeinsson í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði um bakgrunn sinn, reksturinn í New York, verkefnavinnu sína fyrir stærstu fjölmiðla heims og sýn sína á þróun prent- og miðlunargreina.
„Við erum ekki komin að lokalaginu á þessu balli,“segir Birgir Jónsson forstjóri Play um íslenskan prentiðnað. Birgir gerir upp bakgrunn sinn í prentinu í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði en um tíma stýrði hann einni stærstu prentsmiðju í Evrópu. Birgir segir mikilvægt að íslenskur prentiðnaður skilji betur þarfir viðskiptavina sinna í umhverfismálum.
Stóraukinn áhugi á ljósmyndun hefur gert það að verkum að útgáfa og sala á ljósmyndabókum hefur aukist á síðustu árum. Marteinn Jónasson prentmiðlari gefur innsýn í starf sitt í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði.
Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri og annar eigandi prentsmiðjunnar Prentmets Odda mætti í hlaðvarpið Augnablik í iðnaði og ræddi um tækifæri í umhverfisvænum íslenskum prentiðnaði, mikilvægi þess að þjónusta landsbyggðina, pappírsskort á heimsvísu og framtíð bókaprentunar hér á landi.
„Ég held að á Norðurlöndum sé hlustun á bækur orðinn þriðjungur af lestri á almennum markaði,“ segir Halldór Guðmundsson rithöfundur, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi til fjöldamargra ára.