Persónuverndarstefna Iðunnar
Iðan fræðslusetur leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Iðan leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.
Iðan heldur út margvíslegri þjónustu á sviði menntunar í iðnaði. Þjónustan okkar er meðal annars:
- Endurmenntun iðnaðarmanna
- Þjónusta við mennta- og menningarmálaráðuneytið um gerð námsamninga og framkvæmd sveinsprófa
- Þjónusta við Menntamálastofnun varðandi mat og viðurkenningu á menntun og starfsreynslu í löggiltri iðn erlendis frá
- Raunfærnimat í iðnaði
- Styrkir til náms
- Þróunarverkefni
Til að geta nýtt þjónustu okkar þarf þú að veita okkur upplýsingar um þig. Við notum gögn frá þér til að mæla og skilja betur hvernig við getum bætt þjónustu okkar við þig með því að senda til þín þjónustu kannanir, auglýsingar um námskeið eða fréttir. Við notum einnig ópersónugreinanleg gögn við söfnun á tölfræðilegum gögnum t.d. fjöldi sveinsprófstaka eftir greinum. Þú hefur ávallt val um hvaða upplýsingar þú vilt fá til þín þegar þú nýtir þjónustu frá okkur. Ef þú ætlar að nýta þjónustu okkar þá þarft þú að láta af hendi umbeðnar upplýsingar hverju sinni. Þú færð nánari upplýsingar undir hverjum þjónustulið hvaða upplýsingum er verið að safna, geymslutíma, eyðingu gagna, aðgang og fleira.
Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Iðunnar, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“). Iðan fræðslusetur gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Iðan hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.
Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Iðunar. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.
Upplýsingar sem þú lætur okkur í té
Vera má að þú látir okkur í té með beinum eða óbeinum hætti persónuupplýsingar er varða þig, til dæmis þegar nýtir þér þjónustu sem við bjóðum upp á, hefur samband við okkur gegnum vef eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið:
- Persónugreinanlegar upplýsingar – nafn, heimilisfang, netfang, kennitala, símanúmer o.s.frv.
Upplýsingar sem við söfnum um þig
Þegar þú nýtir þér þjónustu okkar (t.d. þegar þú skráir þig á námskeið, sækir um námssamning, sveinspróf eða raunfærnimat) þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum:
- Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, kennitölu, netfang, símanúmer og heimilisfang
- Upplýsingar um námsferil þinn
- Fjárhagsupplýsingar – t.d. lífeyrissjóðsyfirlit þegar sótt er um sveinspróf
- Námsferill
- Vinnuvottorð, t.d. þegar gerður er námssamningur
- Viðskiptasaga – upplýsingar um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki vegna fyrri kaupa
- Upplýsingar um samskipti þín við Iðuna
- Tæknilegar upplýsingar um hvernig þú nýtir vef Iðunnar – IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.
- Landfræðilegar upplýsingar – landfræðileg staðsetning
Þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té auk upplýsinga um vöru eða þjónustu og fjárhagsuppýsingar eru nauðsynlegar til þess að við getum efnt okkar samningsskyldur gagnvart þér (veitt umbeðna þjónustu). Tilgangur söfnunar annarra upplýsinga er skýrður hér á eftir.
Við notum persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi (listinn er ekki tæmandi):
- til að svara fyrirspurnum og bregðast við óskum þínum, t.d. til að senda þér fréttabréf eða til að svara spurningum þínum og athugasemdum.
- til að senda stjórnunarupplýsingar til þín, t.d. upplýsingar um breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum. Þar sem þessar upplýsingar geta verið mikilvægar fyrir notkun þína á síðunum, getur þú ekki valið að fá ekki þessar upplýsingar.
- til að veita þér þjónustu, s.s. skrá þig á námskeið, skrá umsókn um námssamning eða sveinspróf, umsókn um námsstyrki, raunfærnimat og fleira.
- til að upplýsa um fræðsluframboð okkar og/eða þjónustu, kynningar og verkefni og til að geta sent boðskort um þátttöku í einstökum verkefnum eða viðburðum og í beinum markaðstengdum tilgangi.
- til að sníða heimsóknir þínar á síðurnar að þér með því að bjóða þér vörur, þjónustu og tilboð sem henta þér með hliðsjón af þeim persónuupplýsingum sem þú veittir okkur.
- til að gera þér kleift að taka þátt í könnunum, happdrættum, kynningarherferðum með verðlaunum, keppnum og öðrum kynningum og til að þú getir stjórnað slíkum aðgerðum.
- til að leyfa þér að taka þátt í deilingu efnis á samfélagsmiðlum, þ.m.t. með virku streymi á samfélagsmiðlum.
- í viðskiptatilgangi okkar, eins og við að greina og stjórna fyrirtækjum okkar, innri stjórnun og áætlanagerð fyrirtækjanna, við markaðsrannsóknir, endurskoðun, við þróun nýrrar vöru, til að bæta síðurnar okkar, til að bæta þjónustuna og vörurnar, til að bera kennsl á notkunarhætti, til að meta skilvirkni kynningarherferða okkar, til að sérsníða upplifun síðanna og innihalds þeirra skv. fyrri notkun þinni á síðunum, og til að mæla ánægju viðskiptavina og veita viðskiptavinum þjónustu (þ.m.t. úrræðaleit í tengslum við mál sem koma upp hjá viðskiptavinum).
Iðan fræðslusetur deilir í ákveðnum tilfellum upplýsingum með aðilum sem tengjast ákveðnum verkefnum og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er.
Iðan fræðslusetur geymir þínar persónuupplýsingar með öruggum hætti samkvæmt verklagi sem á við um hverja vinnslu fyrir sig.
Það er mismunandi hversu lengi við geymum upplýsingarnar. Iðan fræðslusetur fellur undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og öll mál sem varðveita skal samkvæmt þeim eru geymd í 30 ár og að því loknu færð til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta á t.d. við um beiðnir um fyrirspurnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir sem berast gegnum „hafðu samband“ form á vefnum. Önnur gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er og að þeim tíma loknum er þeim eytt í samræmi við verklag Iðunnar þar um.
Samkvæmt persónuverndarlögum átt þú rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig. Þú getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á að persónuupplýsingar um þig verði leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.