Gildi Iðunnar
Iðan fræðslusetur er í fararbroddi í símenntun iðngreina, með fræðslu, miðlun og þjónustu sem stuðlar að framþróun í iðnaði.
Framsækni
Við erum í fararbroddi og höfum metnað til að tileinka okkur framsæknar nýjungar. Víðsýni okkar og viðhorf endurspeglar áhuga á að nýta og miðla þekkingu hvers annars.
Virðing
Við styðjum við jafnrétti til náms og gætum trúnaðar í okkar störfum. Viðhorf okkar til hagsmunaaðila, verkefna, samstarfsfólks og samfélagsins einkennist af virðingu, jákvæðni, fordómaleysi og heiðarleika.
Fagmennska
Við eflum okkar eigin þekkingu og færni af fagmennsku. Jákvæð upplifun viðskiptavina skiptir okkur meginmáli og þar berum við ábyrgð á að hafa jákvætt viðhorf að leiðarljósi.