Painting Skills Academy - PSA
.png)
PaintingSkillsAcademy (PSA) / (Meistarafærni í málaraiðn) er 3ja ára Erasmus+ samstarfsverkefni 24 aðila í Evrópu. Verkefnið hófst 2019. Samstarfsaðilar koma úr ýmsum áttum, má þar nefna fagfélög, fræðsluaðila, rannsóknaraðila og samtök sem tengjast málaraiðninni. Verkefninu er stýrt af SBG Dreseden mbH. Ólafur Ástgeirsson, sviðstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs Iðunnar, Rakel S. Hallgrímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Ásgeir Valur Einarsson, verkefnastjóri bygginga- og mannvirkjasviðs Iðunnar eru fulltrúar Íslands í þessu verkefni.
Markmiðið með verkefninu er að þróa, efla og fjalla um grunnnám og símenntun í málaraiðn og koma á laggirnar vettvangi fyrir kennslu og þjálfun í málaraiðn í Evrópu. Tækifæri í raunfærnimati og mat og viðurkenningu á námi og starfsreynslu í Evrópu verða einnig tekin fyrir. Skoða á sérstaklega færniviðmið og hæfniviðmið starfa í málaraiðn í Evrópu.
Málaraiðnin hefur verið í ákveðinni niðursveiflu í Evrópu. Samstarfsaðilar PSA telja að það sé þörf að beina athyglinni að eftirfarandi:
- Iðn- og starfsnám verður að laða meira ungt fólk að – þ.m.t málaraiðnin.
- Í Evrópu er almennt skortur á fagmennsku í iðnaði og veldur það skaða – afleiðingin er léleg vinnubrögð á öllum stigum sem leiðir af sér fjárhagslegt- og samfélagslegt tjón.
- Iðn- og starfsnám í Evrópu þarfnast frekari þróunar.
Nánar um verkefnið er hægt að nálgast hér.
