image description

MOB’ INNOV – Mobility and innovation 

 

Nýsköpunarverkefni sem efla atvinnulífið – fræðsluferðir fyrir fagfólk í iðnaði. 

Í þessu verkefni kynna samstarfsaðilar ERASMUS+ MOB’INNOV  fyrirmyndarverkefni sem snúa að iðn-og starfsnámi ásamt því að skiptast á skoðunum um hvað þarf skóli, félag eða fyrirtæki þurfi að búa yfir til að geta talið sig vera öndvegissetur í starfsmenntun?  

Samstarfsfélagar verkefnisins hafa tekið saman ýmis verkefni sem skipa sér í öndvegi hjá samstarfsfélögunum í MOB‘INNOV . Tilgangurinn með þessu er að efla samstarf, skilning og fá hugmyndir um hvernig hægt er að bæta eigin starfsemi og efla til námsferða.

Áhugasamir meðlimir Evrópska netverksins Euro Apprenticeship hefja samstarf um vef MOBINNOV – fyrirmyndar verkefni í Evrópu

Til að mæta takmörkuðu aðgengi að upplýsingum um námsferðir til útlanda þá var ákveðið að safna saman dæmum og upplýsingum um námsferðir fyrir starfsfólk. Vefurinn veitir okkur innsýn í verkefni sem uppfylla viðmið um öndvegissetur starfsmenntunar í Evrópu. Hér geta aðilar Iðunnar fengið hugmyndir af námsferðum.

Má þar nefna verkefni eins og:

  • Katalónia: Human error prevention techniques in the chemical sector
  • Austurríki: Apprentices mobility: How to support companies and apprentices
  • Finnland: Vocational colleges building family houses for customers (matsaðferðir)
  • Frakkaland: Lets innovate together – Challenge(skósmíði, bólstrun, söðlasmíði, klæðskurður..vinna árlega saman að nýsköpunarverkefnum)
  • Ísland: Building a high quality in company learning mobility experience
  • Danmörk: Rethinking food in a sustainble way

Iðan vill styðja betur við þessar námsferðir þátttakenda með því að skapa jákvæða og verðmæta upplifun. Sendið okkur línu á idan@idan.is ef þið viljið nánari upplýsingar. 

Fulltrúar verkefnisins um námsferðir og nýsköpun koma frá menntamálaráðuneytinu í Katalóníu GENCAT, EUC-SYD verkmenntaskóla í Danmörku, IFA landssamtök um  námsmannaskipta í eigu austurríska hagaðila í atvinnulífinu, frá Frakklandi eru tveir fulltrúar CMA, landsamtök atvinnurekenda í handverksiðnaði og verkmenntaskóla Les Compagnons du devior  og frá Íslandi eru fulltrúar frá IÐUNNI fræðslusetri.

 

Námsferðir til útlanda. Til hvers?

Í þessu hlaðvarpi fjalla Helen Gray og Inga Birna Antonsdóttir um tækifæri sem felast í námsmannaskiptum sem eru styrkt af Erasmus+ áætluninni. Aðaláskorunin er að fáir vita af þeim tækifærum sem felast í námsmannaferðum. Þar af leiðandi missum við af nýjungum, fræðslu og tækifærum til efla námsumhverfi í iðnaði. Við vitum að hagaðilar Iðunnar sem hafa nýtt sér Erasmus+ styrkina okkar hafa verið ánægðir en við vitum lítið hvernig þekkingin nýtist né hver áhrifin voru.

 

Hér ræða Helen Gray og Lene Bonnen Sandholt deildarstjóri alþjóðaverkefna hjá EUC-SYD Sönderborg í Danmörku um tækifæri og mikilvægi námsferða. (viðtalið er á ensku)

 

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband