Desertkökur
Bakarar og kökugerðarmenn
Markmið námskeiðsins er að þjálfa desertkökugerð frá grunni. Áhersla er á glaze og spreyjaðar kökur með súkkulaði. Þátttakendur vinna misminandi tegundir af botnum, moussum og kremum. Þeir útbúa mismunandi ávaxtagel sem innlegg í kökurnar og eins ávaxtagel til að sprauta þær. Unnið er með makkarónur, marens og vatnsdeig. Súkkulaði er temprað og þátttakendur vinna mismunandi súkkkulaðiskraut fyrir ólíkar tegundir af kökum. Þátttakendur fá þjálfun í því að þróa eigin kökur.